Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Síða 10

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Síða 10
116 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. anna og deildaskipuninni. Hvert félag er ein deild, og samábyrgð innan alls félagsins. Ilér er þá um tvenskonar skipulag að ræða, sem að vísu hvíla hvorttveggja á sama megingrundvelli og hafa sama markmið, en skilur þó á í verulegum atrið- um að formi til. Mér virðist vera mjög hæpið að álykta svo, að eitthvert eitt skipulag fyrir samvinnufélög eigi alstað- ar við og á öllum tímum. Mismunandi staðhættir krefj- ast mismunandi viðhorfs. Strjálbýli, strjálar samgöngur, mislynt árferði, kviklyndur markaður, íshætta og fleiri staðbundnir örðugleikar heimta fastari grunn og öflugri tryggingarskilyrði, heldur en þar sem við ekkert af þessu er að stríða. Jafnvel í nábýlum félögum, sem búa við öll þessi sömu skilyrði, geta mismunandi stað- hættir, bundnir við bygðalög, svo sem stærðarmunur, bygðaskipun, missterk samhepni og fleira, heimtað frá- brugðin skipulagsatriði og rekstursaðferð. Það, sem á vel við í einu félagi, getur átt síður við í öðru. En einkenni samvinnufélaganna er það, að vera tilfærileg á grunninum, geta tekið breytingum og tileinkað sér og samþýðst nýmyndunum í starfsháttum og framsókn þjóðanna. Sömuleiðis mundi mér virðast hæpið að fullyrða, að nú sé þegar hér á landi svo vel gengið frá skipu- lagsbyggingu samvinnufélaga, sem á verður kosið. Mér mundi finnast það næsta ólíklegt, og ber einkum tvent til þess. Reynslan er ennþá stutt víða hvar í landinu og þessu máli hefir verið lítill gaumur gefinn, eftir að sú reynsla, sem fengist hefir, gat orðið mönnum leið- arljós í þeirri rannsókn. III. Eins og áður er t e k i ð f r a m, þarf skipulags- formið að tryggja eftirfarandi ávinningsatriði:

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.