Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Blaðsíða 24

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1921, Blaðsíða 24
130 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. En skoðanirnar skiftast um það, hversu heppilegar afleiðingar þessir „kostir“ liafa og' hvort þær eru sam- rýmanlegar eða samkvæmar stefnuskrá félaganna. Hér mætast fullkomlegar andstæðar skoðanir. Það sem önn- ur telur kost, það telur hin ókost. Hér er þungamiðja málsins, I fyrri grein minni sýndi eg fram á, að kostnaðar- verðsreglan leiddi til þess, að hægt væri að njóta við- skiftahagnaðar þess, sem af starfsemi kaupfélaganna leiðir, utan við félögin sjálf og leiddi það óhjákvæmi- lega til hömlunar á vexti og gengi félaganna. Bygði eg þá skoðun einmitt á þessu, sem höf. telur kostnað- arverðlagsskipulaginu hér til gildis. Við erum þannig sammála um einkenni eða verkanir hvors skipulags um sig að þessu leyti. En þótt höf. viðurkenni vanmátt kostnaðarverðsskipulagsins í því að styðja vöxt og gengi félaganna, þá þykja honum þó yfirburðir þess að öðru leyti yfirgnæfandi svo að stórum beri af. Og yfir- burðirnir eru það — að því er mér skilst — að það sé „siðmætara“. Eg ætla nú að hverfa frá þessu efni að sinni og víkja að mótbárunum gegn yfirburðum gangverðsskipu- lagsins. Verður e. t. v. að því loknu auðveldara að átta sig á, hversu miklir þessir siðmætisyfirburðir eru. II. Til glöggvunar skal hér í stuttu máli endurtaka það sem talið hefir verið gangverðsskipulaginu til gildis fram yfir hitt: 1. Það er vandaminna í framkvæmd og tryggara. 2. Það sýnir glöggar og í einu lagi hagnaðinn af kaupfélagsviðskiftunum, og gefur bendingu um, hvernig tekst rekstur félagsins. 3. Það gefur kaupmönnum ekki ástæðu til ýmsra óheilbrigðra og óhollra samkeppnisbragða.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.