Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Page 8

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Page 8
2 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. fræðiritgerðir viðvíkjandi samvinnulögunum og erlendri löggjöf um skyld efni. Nú er þessi barátta yfirstaðin. ís- lendingar munu nú hafa eina hina bestu og fullkomnustu löggjöf um samvinnumálefni, hvort heldur sem litið er á þá tryggingu, sem felst í hinum almennu fyrirmælum um skipulag félaganna, eða sjálfum skattaákvæðunum. þar sem þessi breyting er nú trygð, getur Tímaritið aftur hafið sitt höfuðstarf, að flytja allskonar fróðleik um er- lendan og innlendan samvinnufélagsskap, og þá einkum ítarlegar greinar um félagsleg viðfangsefni. Á hinn bóginn hefir samvinnustefnan á Fráfall Hall- íslandi mist í vetur þann manninn, sem gríms Krist- með mestri giftu hefir unnið fyrir félags- inssonar. skapinn. Forstjóri Sambandsins, Hallgrím- ur Kristinsson, andaðist í byrjun þessa árs, eftir tveggja vikna legu. Enginn annar maður myndi hafa orðið bændastétt þessa lands jafn harmdauði. Eng- an sinna forvígismanna hefðu jafnmargir samvinnu- menn viljað kjósa úr helju, ef þess hefði verið kostur. Að : essu sinni verður ekki rakin æfisaga hans eða gerð grein fyrir æfistarfi hans. En innan skamms mun það þó gert verða, þegar safnað hefir verið heimildum, víðsvegar um iand, og þó ekki síst frá samvistarmönnum hans í Eyja- firði. Margir líta svo á, að minningin um slíka menn sé dýrmætur arfur fyrir þá, sem eftir lifa. Mega samvinnu- menn vel við það una, að þótt þeir hafi mist foringja sinn og brautryðjanda, þá eiga þeir þó eftir um hann hina glæsilegustu og dýrmætustu minningu. í fyrstu varð flestum samvinnumönnum á Maður kemur að spyrja: Hver tekur nú upp merki Hall- jafnan í manns gríms Kristinssonar ? Hver getur farið í stað. herklæði hans,'og gengið erfiða vegi í far- arbroddi samvinnumanna ? því var ekki fljótsvarað. Sambandið átti að vísu völ margra góðra drengja, en þeir voru ekki margir, sem sameinuðu alla eða flesta þá eiginleika, sem forstjórinn þurfti að hafa. En

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.