Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Page 9

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Page 9
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 3 með samróma áliti allra hinna stjórnarnefndarmanna Sam- bandsins og framkvæmdastjóranna, var Sigurður Krist- insson kaupstjóri á Akureyri beðinn að taka við starf- inu. Sigurður tók um síðir að sér starfið, til að verða við nauðsyn félaganna, og einróma bæn samstarfsmanna sinna, en annars hefði hann ekki fyrir nokkurn mun vilj- að hverfa frá störfum sínum á Akureyri. Óhætt er að full- yrða fyrir fram, að í hans höndum muni forstaða Sam- bandsins verða í besta og tryggasta lagi. Hann sameinar þá tvo merkilegu eiginleika, sem líka einkendu bróður Iians, að vera mikill verslunarmaður og mikill hugsjóna- maður. Við fyrstu sýn hafa sumir ókunnugir ekki áttað sig á, hversu mikla skapandi gáfu og viljafestu Sigurður Kristinsson felur undir hjúp hógværðar og yfirlætisleys- is. En skarpskygnir menn sjá betur. „pessi maður minn- ir á rafgeymi“, sagði einn hinn mesti mannþekkjari þessa lands, er hann sá Sigurð Kristinsson nú í vetur í fyrsta sinn. „pað hrökkva af honum neistar, ef komið er í nánd við hann“. Að vísu munu allir sammála um, að sess Hall- gríms verði vandfyltur. En hitt má öllum samvinnumönn- um vera mikið fagnaðarefni, að við forustu þeirra mála hefir tekið sá maður, sem bestur varð tilfundinn og allir hlutaðeigendur munu vel treysta. Á síðastliðnu hausti, rétt fyrir kauptíð- Herferð kaup- ina, sendi Björn Kristjánsson fyrrum manna gegn kaupmaður, út ritling einn, með mikilli Sambandinu. leynd, til bænda út um alt land. Var til- gangurinn augsýnilega sá, að gera kaup- félögin og Sambandið tortryggilegt í augum almennings. Hugsanlegt er, að höf. hafi gert ráð fyrir, að bændur rnyndu gína yfir flugunni, svíkja sín eigin félög, flytja baustvöruna til kaupmanna og vanrækja að gjalda skuld- ir sínar. En ekki hefir orðið vart við nokkur áhrif í þá átt. í þessum pésa og öðrum, er síðar fylgdi, til áréttingar liinum fyrri, lýsir B. Kr. skoðun sinni á Sambandinu og ,'tarfi þess. það hafi verið stofnað af fáeinum mönnum, ekki til að bæta verslunarkjör landsins, heldur í eiginhags- 1*

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.