Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Síða 14

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Síða 14
8 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. bætur, fyrir atvinnuspjöll og ástæðulaus illindi. Bjöm Kalman, sonur Páls skálds Ólafssonar, er málfærslumað- ur Sambandsins. Stefna sú, er hann gerði fyrir hönd fé- iaganna, er hin lengsta stefna, sem gerð hefir verið hér á landi. Er þar með mikilli skarpskygni dregið saman úr báðum ritlingunum ásakanir B. Kr., ósannindi hans, og lilraun að gera Sambandið og starfsmenn þess tortryggi- legt í augum almennings. Mun máli þessu fylgt fast eftir frá hálfu Sambandsins. Er það að vonum, þar sem hin tryggasta verslunarstofnun hefir svo að ástæðulausu ver- íð afflutt, svo sem raun ger hér vitni um. Sennilega verð- ur hæstaréttardómur í máli þessu ekki fallinn fyr en að ári liðnu. Á þinginu í vetur gerðu þingmenn Borg- Árás á sam- firðinga og Mýramanna tilraun til að vinnulögin. breyta samvinnulögunum, mjög til hins verra. Var sú ástæða til þess, að kaupfé- lagið í Borgarnesi, sem verið hefir stórt og að ýmsu leyti myndarlegt, vildi ekki ganga undir samvinnulögin, að því er snertir samábyrgðina. Frá hinum mörgu samkepnis- mönnum í Beykjavík gengur óslitin mótþróaalda gegn kaupfélögunum, einkum yfir næstu héruðin, sem mest era i tíðum skiftum við höfuðstaðinn. Er þá samábyrgðin kær- asta umtalsefni samkepnispostulanna. Af þessum orsökum voru sumir, einkum meðal svo kallaðra stórbænda í Mýra- sýslu ofanverðri, mjög ófúsir að breyta lögum félagsins. Ekki vildu þeir heldur láta skrásetja félagið sem hlutafé- lag. Hefði það þó verið eðlilegast, enda hættulaust í skatta- málinu, með því að sýslunefnd Mýrasýslu gat gætt þess, að félaginu væri ekki íþyngt um of í Borgarnesi, með út- svari. þennan kost vildu forráðamenn félagsins ekki taka, heldur hinn, að landslögunum væri breytt eftir geðþótta þeirra. Vildu þeir, að samvinnufélög gætu náð skrásetn- ingu, þótt ekki væri nema deildasamábyrgð, en ekki sam- ábyrgð allra félagsmanna út á við. Lá þar fiskur undir steini, að efnamennimir vildu ekki þurfa, undir neinum kringumstæðum, að bera byrðar nema fyrir sína sveit-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.