Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Side 18

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Side 18
12 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. ur um samvinnumál. Tilgangurinn þó sá, að koma upp í Sambandshúsinu allfjölbreytilegu bókasafni um samvinnu- mál, hagfræði og félagsfræði. Síðastliðið ár hefir Samband- ið ekki haft annan kostnað af skólanum en að leggja til hús, ljós og hita. Kenslan hefir hvílt á landssjóðsstyrkh- um og skólagjaldinu. Ýmsir af áhugasömum samvinnu- mönnum í Reykjavík hafa kent við skólann fyrir ekkert kenslugjald, eða minna en þeir hefðu getað fengið ann- arsstaðar, aðeins til að styðja hugsjón, sem þeir trúðu á. Meðan svo er ástatt, verður mjög erfitt fyrir andstæðing- ana að koma skólanum fyrir kattarnef, þó að þeir fegnir vildu losna við aukna þekkingu. I Samvinnuskólann hafa komið tiltölulega Útfararhugur. margir bjartsýnir áhugamenn, sem vilja vinna að gagnlegum framförum á mörg- um sviðum. Útþráin hefir verið einkenni á mörgum þeirra. Tvær af þeim tiltölulega fáu stúlkum, sem verið hafa í skólanum, hafa siglt til að halda þar áfram námi. Tveir af piltunum hafa verið við bóklegt nám og verslun í Eng- landi. Einn piltur stundar nú íþróttanám á Norðurlöndum til að geta starfað að íþróttakenslu í sveitunum, eftir að hann kemui' heim. Annar er á þriggja ára vegagerðar- skóla í Noregi. Tilgangur hans að geta innleitt hér vinnu- sparandi vélar og aðferðir við vegagerðina í okkar stóra, dreifbygða landi. þriðji nemur niðursuðu. Fjórði er nú aðstoðarmaður í Samvinnubankanum í Hamborg. Fimti hefir síðastliðið ár starfað í kaupfélagi í Danmörku, og síð- ar í pýskalandi. Er síðan gert ráð fyrir, að hann vinni í kaupfélaginu í Reykjavík. Sjötti les hagfræði í þýskalandi. Sjöundi dvelur í Barcelona, til að kynna sér fiskmarkaðinn og búa sig undir að geta hjálpað útvegsmönnum, að fá sannvirði fyrir fisk þann, er þeir senda til Suðurlanda. Nokkrir eru í undirbúningi með utanför. þegar þess er gætt, að þessir menn hafa nálega ekkert við að styðjast, nema vinnu sína og áhuga, þá mun flestum greinagóðum mönnum skiljast, hvílíkur stuðningur samvinnuhreyfing- unni er að þessari árlegu viðbót af ungu, hraustu fólki,

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.