Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Page 29

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Page 29
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 23 Með því að ekki er búið að ljúka við verslunarskýrsl- urnar fyrir 1920 og 1921, er kg.-talan fyrir útflutta ull þessi árin tekin eftir tollskýrslum. þessar tölur eru ein- kennilega lágar, og mætti ef til vill ráða af þeim, að ullar- framleiðslan væri að minka. Orsökin til þess, að útflutn- ingurinn er svona lítill 1920, er sú, að þess árs ull var ekki öll flutt út það ár. Árið 1921 sýnir samt ekki meira en meðalútflutning, en þess ber að bæta, að vorin 1920 og 1921 voru köld vor og slæm fyrir sauðfénað, og þá er ull- arfengur ávalt rýrari en í góðu árunum. Sauðfj ártalan í landinu mun ekki hafa fækkað að neinum mun. Auk hinnar útfluttu ullar er unnið í landinu úr tals- verðri ull. Árið 1921 vann Álafoss-verksmiðjan úr 53,500 kg. af ull, og „Gefjun“ á Akureyri úr 51,500 kg., samtals 105,000 kg., og ei' þar meðtalin kemd og lopuð ull. Geri maður ráð fyrir, að í heimahúsum hafi ennfremur verið unnið úr ca. 20,000 kg. ull, án nokkurrar fyrii'vinslu í verk- smiðjum, þá eru það samtals um 125,000 kg. ull, sem unn- ið hefir verið úr innanlands árið 1921. það er hérumbil 1/9 af allri ullarframleiðslunni í meðalári, sem nema ætti hérumbil 1,1 miljón kg. Útflutningur á u 11 a r v a r n i n g i hefir rénað eftir því sem fólkið fluttist meir til kaupstaðanna og heimilis- iðnaðurinn minkaði, en vélaiðnaður erlendra þjóða jafn- framt fullkomnaðist. Árin 1910—1914 nemur árlega út- fluttur ullarvarningur að meðaltali kr. 15,600, og eru það mestmegnis sokkar og vetlingar. Yfirgnæfandi meirihluti þessa ullarvarnings hefir ávalt verið fluttur út frá Akur- eyri, enda hefir heimilisiðnaðurinn ætíð staðið með mest- um blóma í Eyjafirði og þingeyjarsýslu. Má heita, að það séu nú einustu héruðin á landinu, sem flytja út ullar- vaming. Síðan verðtollur var lagður á útfluttar afurðir, mun þessa gæta sérstaklega. Eftir upplýsingum frá S. í. S. mun t. d. meðalverð ullai' árið 1919 hafa verið um kr. 6,00 á hvert kg., en í skýrsl- unum er það kr. 4,76.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.