Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Síða 32

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Síða 32
26 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. '^j að öllu leyti. Nefndinni hefir reiknast til, að í stað minsta kosti 40% af hinum innflutta vefnaði ætti að mega nota íslenskar vefnaðarvönir, ef sæmilega væri á haldið og ull- ariðnaðinum komið í gott lag. pað samsvarar 600,000 kr. sparnaði í innflutningi, miðað við 1910—1914, en kr. 1,100,000, miðað við núverandi innflutning, eins og hann var áætlaður að framan. Til þeirrar framleiðslu mundi ganga 100,000 til 150,000 kg. af ull. Fyrsta skilyrðið til þess, að þetta takist, er v i ð- reisn heimilisiðnaðarins og bætt dúka- gerð í verksmiðjunum. það er vitanlegt, og jafnvel eðlilegt, þegar á alt er litið, að dúkagerðinni er í ýmsu ábótavant og að hún stendur til bóta. Reynsl- an er ennþá svo lítil, og umfram alt: fyrirtækin hafa alt fram að síðustu árum ekki verið þess megnug að gjöra nokkrar tilraunir eða kosta nokkru verulegu til ný- breytni. Úr íslenskri ull, unninni upp til hópa, þ. e. a. s. með toginu, fást aðeins grófir dúkar, en haldgóðir. þykja mörgum, einkum kaupstaðabúum, sem ganga ekki til erfið- isvinnu, þeir ekki nógu laglegir í klæðnað, en í slitföt eru þeir ágætir. Með því að „taka ofan af ullinni“ og vinna sérstaka dúka úr þelinu einu, má spinna fínna og jafnara band og gjöra dúka, sem hæfa öllum mönnum á þessu landi til hversdagsklæðnaðar. Úr þelinu má jafnvel búa til svo fíngerða dúka, að ágætir eru sem sængurrekkvoðir og í nærfatnað. ,,Gefjun“ hefir síðustu árin gjört dálítið af slíkum dúkum, hvítum, og hafa þeir selst vel. Úr þel- bandi má einnig prjóna nærfatnað, sem ætti að geta ver- ið við allra hæfi hér á landi. Verksmiðjan „Gefjun“ hefir í hyggju að koma á fót prjónadeild í þessu augnamiði. III. Á hvern hátt er auðveldast og hentugast að auka ull- ariðnaðinn, þannig, að hann fullnægi innanlandsþörfum, hvort heldur með auknum heimilisiðnaði eða verksmiðju- iðnaði, eða hvorttveggja, og hvaða tengsl væru þá heppi- leg þar á milli. Á hvað bendir sú reynsla, sem þegar er fengin.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.