Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Page 35

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Page 35
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 29 munu engar hafa boríð sig sem kembi- og lopavélar ein- göngu, nema ef vera kynnu vélarnar á Halldórsstöðum í Laxárdal, sem brunnu síðastliðið haust, og munu þær þó hafa átt allerfitt uppdráttar, þangað til búið var að af- skrifa stofnkostnaðinn. Vélar þessar voru líka mjög litlar og af gerð, sem nú er úrelt orðin. Vélarnar á Akureyri og Álafossi gátu ekki borið sig fyr en búið var að gera þær að fullkomnum dúkaverksmiðjum. Kembivélarnar, sem eitt sinn voru við Revkj afoss, gátu ekki staðist að kemba fyrir sama verð sem „Álafoss“ og „Iðunn“. IV. Á íslenskur ullar-v e r k s m i ð j u-iðnaður að grund- vallast eingöngu á klæðaþörf innanlands, eða einnig á út- flutningi ullarafurða? Fyrsta takmarkið í ullariðnaðinum er náttúrlega það, að fullnægja klæðaþörf landsmanna, að svo miklu leyti sem þess er kostur, með framleiðslu úr íslenskri ull. það má líka hugsa sér að flytja inn nokkuð af fíngerðu er- lendu vefjargarni og vefja það saman við íslenskt garn, og fá á þann hátt laglegri dúka og hentugri til ýmsra hluta, heldur en fást úr íslenskri ull eingöngu. Skal þess getið, að „Gefjun“ á Akureyri er nú að gera dálitlar tilraunir í þessa átt, og býst við, að vel megi fara. Næsta takmarkið hlýtur að vera það, að vinna.hér á landi úr sem mestu af íslensku ullinni og flytja út tilbún- ar ullarvörur í stað óunninnar ullar. Er þetta æskilegt, bæði vegna þess, að markaður fyrir íslensku ullina er óviss og ótryggur, og einnig með tilliti til þess, hve aukinn iðnað- ur og fjölbreyttari atvinnuvegir er mikill styrkur og trygg- ing fyrir þjóðarbúskapinn í heild sinni. Til þess að ná þessu síðamefnda takmarki, er nauð- synlegt að gera sér fyrst og fremst ljóst, í hvaðís- 1 e n s k a u 11 i n e r h æ f, og á hvaða sviðum hugsanlegt er að standast erlenda samkepni, því forðast verður að reyna samkepni á þeim sviðum, þar sem íslenska ullin stendur ekki erlendum ullartegundum minsta kosti jafn- fætis. Rannsóknir í þessa átt hafa ennþá verið mjög litl-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.