Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Síða 39

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Síða 39
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 38 meiri en kembivélamar, og' þarf því ekki að ganga eins lengi. Á Vestfjörðum virðist aðstaðan með tilliti til vatns- orku vera hentugust við Langalækhjá Mýrum í Dýra- firði. þar má fá alt að 47 m. fallhæð með 276 m. pípulengd. Vatnsmagn mun vera minst ca. 100—150 lítrar á sekúndu, og má því fá þama um 50 hestöfl. Við minni virkjun verð- ur fallhæð og pípulengd hlutfallslega minni. Stýfla er mjög ódýr. Við Reykjafoss í ölfusi má fá 7 m. fallhæð með ca. 80 m. langri pípu, og fæst þar nægilegt afl fyrir kembi- og lopavélar. Hverir eru þar nálægt, sem nota má til upp- hitunar. Yfirleitt er aðstaðan þar góð. I R e y k j a v í k er aðstaðan fyrir kembi- og lopavél- ar góð, bæði með tilliti til þess, að þar er raforka fyrir hendi, og samgöngur hinar bestu. þar sem ullarverksmiðja er í nágrenni Reykjavíkur, á Álafossi, virðist þó eðlilegra að hafa vélarnar í sambandi við hana. Með tilliti til þess, hvort starfræksla kembi- og lopa- véla, sem sérstæðs fyrirtækis, gæti borgað sig, sé vísað til þess, sem sagt er í III. kafla um hið hentugasta fyrir- komulag. Hér skal þó bætt við þeim upplýsingum, að hin- ar núverandi verksmiðjur, á Álafossi og Akureyri, geta ekki afgreitt nægjanlega fljótt eftirspurn heimilanna eft- ir kembingu og lopun, þannig, að talsvert er sent af landi burt, einkum til Noregs og Danmerkur. það er því knýj- andi nauðsyn að hafast eitthvað að í þessu máli hið skjót- asta. Um staðinn, hvar kembi- og lopavélar ættu að standa, er þess eins að gæta, að samgöngur séu góðar og stofn- og reksturskostnaður sem ódýrastur. það skiftir tiltölu- lega litlu máli, hvort vélamar eru á Austurlandi, Norður- landi eða Suðurlandi, og ennþá minna máli, hvort þær væru á Reyðarfirði eða Seyðisfirði. Verksvið þeirra hlyti að vera svo stórt, að langmestur flutningurinn yrði sjó- leiðis, og þá skiftir litlu, hvort varan er send til næstu hafnar eða fjarlægari. Kostnaðurinn og tíminn er oftast hinn sami. Afgreiðslutíminn hjá verksmiðjunni og vinnu- 3

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.