Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Síða 42
S6 Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
auk þess, sem staði ’inn væri að ýmsu leyti hollari fyrii
verkamennina, heldur en Reykjavík. þessu fylgir hinsveg-
ar sá ókostur, að reisa verður sérstök hús handa verka-
mönnum og fjölskyldum þeirra, og eykur það stofnkostn-
að fyrirtækisins að nokkrum mun.
Á Álafossi er nokkurt vatnsafl, um 35 hestöfl. það
sem á vantar, væri sjálfsagt að fá sem rafafl frá Elliðaár-
stöðinni. Skorti á raforku mætti Reykjavíkurbær ekki
bera við, því svo miklar skyldur hefir hann gagnvart þjóð-
þrifafyrirtæki, sem auk þess mundi að einhverju leyti
landsins eign, með því að notið hefir hann í ríkum mæli
aðstoðar þjóðarinnar við stofnun rafveitunnar, sem og
annara verklegra fyrirtækja sinna, og á þeirri aðstoð þarf
hann framvegis að halda og á að fá. Sé rétt á litið frá
bæjarins hálfu, er það einnig í hans þágu, að útbreiða raf-
veitukerfi sitt og notkun rafveitunnar sem mest. Á þann
hátt tryggist best stækkunannöguleikar fyrirtækisins, um
ieið og rekstur þess ber sig betur. Línan frá Elliðaárstöð-
inni til Álafoss er um 10 km., og er fyrir allra hluta sakir
nauðsynleg, enda þótt ekkert iðnfyrirtæki væri á Álafossi.
Lína þessi mundi kosta um 60,000 kr. með núgildandi
verðlagi. Um aflskort getur ekki verið að ræða á Álafossi,
því sé ekki annað hentugra fyrir hendi, má fá nóg viðbót-
arafl (100—200 hestöfl) úr Tungufossum í K ö 1 d u-
k v í s 1, ca. 1,3 km. frá Álafossi.
Verksmiðjustæðið á Álafossi er ekki sem heppilegast
með tilliti til sjálfrar verksmiðjubyggingarinnar, því þar
er flatlendi lítið, en halli talsverður á grunninum. Úr þessu
má þó bæta nokkuð, með því að byggja yfir ána og grafa
úr bakkanum fyrir ofan.
Stærð verksmiðjunnar álítur nefndin, að ætti að mið-
ast við alt að 20 vefstóla, 8—4 kembivélar og 4 spunavél-
ar. í byrjun þyrfti ekki að setja upp svo marga vefstóla,
en húsið ætti að miðast við þetta, svo enginn glundroði
þyrfti að verða á deildarniðurskipun vélanna, þó verk-
smiðjan verði þetta stór, sem að voru áliti ætti að takast
fljótt, sé réttilega á haldið.