Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Síða 51

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Síða 51
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 45 smá lánsfélög myndast út um sveitimar, sem kæmu sér beint í viðskiftasamband við þau. í mörgum kaupfélögum landsins mun nú vera deilda- skipun þannig, að hvert hreppsfélag er deild út af fyrir sig. Ætti >á best við, að kaupfélagsdeildunum yrði breytt í lánsfélög. Kaupfélagið hætti að lána, en vísaði deildun- um að semja við bankann um það lánstraust, sem þær þyrftu á að halda, Fyrst um sinn yrði fyrirkomulag þess- ara lánsfélaga ef til vill mjög einfalt, en takmarkið ætti að vera það, að breyta þeim í sjálfstæðar peningastofnan- ii í hverjum hreppi. Eru til ágætar fyrirmyndir fyrir þeim erlendis, og skal hér leitast við að skýra frá fyrirkomulagi á sveitabönkum, sem breiðst hafa óðfluga út í Danmörku á seinni árum. þeir heita á dönsku ,,Andelskasser“, og mætti kalla þá á íslensku samvinnusjóði eða sveitabanka, því að þeir eru stofnaðir á samvinnugrundvelli og reka bankaviðskifti við félagsmenn sína. Fyrsti samvinnusjóður Dana er stofnaður 1915, en eftir tvö ár voru' þeir orðnir 15, og nú eru þeir um 100, þar af um 25 á Suður-Jótlandi. þeir hafa því náð skjótri útbreiðslu, enda þykir samvinnumönnum Dana þeir hafa gefist vel. Stofnfé sitt fá þessir sjóðir að láni hjá Samvinnu- banka Dana, en auk þess ávaxta þeir sparifé félagsmanna sinna. Félagsmenn eru tvenskonar. Reglulegir félagar geta þeir einir orðið, sem orðnir eru fullveðja. Njóta þeir einir fullra félagsréttinda: atkvæðisréttar, lána og ágóða, enda hvíla og á þeim fullar félagsskyldur. Standa þeir í ótak- markaðri samábyrgð fyrir öllum skuldum og skuldbind- ingum sjóðsins. Ófullveðja unglingar og samvinnufélög í grend geta orðið aukafélagar sjóðanna, ávaxtað þar fé sitt og notið ágóða, en bera ekki ábyrgð og hafa ekki at- kvæðisrétt á fundum. Ófullveðja unglingar, sem eru auka- félagar, verða að gerast reglulegir félagar þegar þeir hafa náð lögaldri, eða ganga úr félagsskapnum að öðrum kosti. þar sem gera má ráð fyrir, að fé ómyndugra verði alt af fremur lítið, leiðir af þessu ákvæði, að sjóðurinn getur

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.