Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Page 69

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Page 69
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 63 kent alment danskt mál á veraldarsögu P. Munch. Eru þar slegnar tvær flugur í einu höggi. Numið algengt danskt fræðibókamál, og lesið mikið af einni hinni bestu kenslu- bók, sem til er í sögu á Norðurlöndum. En söguþekking, einkum seinni alda, er bráðnauðsynleg efnilegum mönn- um, er nema vilja til gagns hagfræði og félagsfræði. í vetur var í eldri deild lesin bók á sænsku, eftir franskan höfund, um eðli og sögu samvinnustefnunnar. Bókin var 360 blaðsíður, og var lesin á hálfum vetrinum. Veittist það nemendum ekki erfitt. Ch. Gide, höfundur þeirrar bókar, er prófessor í samvinnufræðum við háskólann í París, einn hinn lærðasti og skarpvitrasti maður, er um slík mál hefir skrifað. Hin síðari árin hafa jafnan verið hafðar kenslubækur í félagsfræði á ensku. Enginn annar íslenskur skóli hefir árætt það, enda er það erfitt í fyrstu. Hefir kennarinn framan af orðið að þýða lexíuna fyrir- fram með nemendum. En við áreynsluna hefir þeim stór- farið fram, svo að þeir hafa getað komist leiðar sinnar upp á eigin spítur. 'Piltur, sem útskrifaðist í hittifyrra, las þá um veturinn í hjáverkum sínum hina ágætu verald- arsögu eftir H. G. Wells, á ensku, stóra bók í tveim bind- um. Að hann gat þetta, átti hann því að þakka, að hann hafði lesið enskt fræðibókamál í skólanum. Yfirleitt hefir gagnið af enskukenslunni í mörgum skólum hér á landi orðið nauðalítið, af því að nemendurna hefir vantað herslu- muninn, er þeir fóru úr skólunum. Munurinn á máli kenslu- bókanna og algengu lesmáli of mikill, til að geta brotist yfir. En úr þessu má bæta, með því að hafa kenslubækur á öllum þeim erlendu málum, sem kend eru í skólanum. það neyðir nemendur til að nema og vinna. Og á því læra þeir. Benedikt Jónsson á Auðnum hefir í þessu sem mörgu öðru gefið fordæmi hér á landi um samvinnukenslu. Hann hefir dregið að bókasafninu á Húsavík fræðibækur um fé- lagsmál á Norðurlandamálum og ensku. Og margir af hin- um sjálfmentuðu eða lítið skólagengnu bændum í þing- eyjarsýslu lesa þessar bækur á vetrarkvöldum, og sækja þangað yl og ljós. Og það sem bændur geta gert í einni

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.