Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Síða 70

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Síða 70
64 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. sýslu, geta þeir gert víðar. Með tíð og tíma á Samvinnu- skólinn að skapa margar slíkar aflstöðvar víðsvegar um land, eins og þá, sem nú er á Húsavík. I bókasafni skólans er nokkuð af enskum bókum um málara, myndhöggvara og húsagerðarlist. þar að auki hef- ir verið dálítil kensla utan við daglegt skólanám, í þessum fræðum. Einn af nemendum skólans var nýlega á náms- ferð ytra, fyrst í Danmörku, þá í þýskalandi, og síðan yfir Plolland og Frakkland til Spánar. Af bréfi, sem hann ritar einum kennara sínum sunnan úr löndum, má sjá, að hann hefir haft nægilega undirstöðu til að geta metið hin bestu verk Rembrandts og annara af heimsins miklu snill- ingum. Listin opnar mönnum nýjan fegurðarheim. Er það ekki lítils virði fyrir unga menn, að hafa þegar á unga aldri opin augu fyrir fyrir hverskonar fegurð og afburð- um. Sá verslunarmaður er stórum betri, sem notar tóm- stundir sínar á ferðum til að skoða dómkirkjuna í Köln og málverk Rembrandts í Amsterdam, heldur en hinn, sem ekki þekkir aðra gleði, utan daglegu starfanna, heldur en víndrykkju og aðrar lágar nautnir. Líklega er þetta ástæð- an til þess, að höfuðandstæðingum kaupfélaganna er hatramlega illa við Samvinnuskólann.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.