Neisti - 01.06.1968, Side 40
harðan tekið aftur. Það sem verkalýðnum takizt að afla sér með langri
og fórnfrekri baráttu, verði jafnharðan tekið aftur með einu pennastriki.
Undanfarið hefur afturhaldið mikið rætt um það, hvaða aðferðir myndu
vera sigurvænlegastar til þess að brjóta verkalýðssamtökin á bak aftur.
Oft hefur verið rætt um að banna verkföll, eða leggja a. m.k. miklar
hömlur á starfsemi verkalýðsfélaga. Enn hefur lýðræðisvitund þjóðar-
innar og baráttuþrek verkalýðssamtakanna verið meira en svo að það
þætti ráðlegt að leggja út f slíkt. En nú er auðslð að stefnan er sú að
ná markinu eftir öðrum leiðum. Það hefur verið horfið að þvf ráði að
heyja stríð gegn verkalýðssamtökunum með samræmdum aðgerðum,
með efnahagslegum og sálfræðilegum vopnum. Þetta á sem sl að vera
nútímahernaður eftir öllum kúnstarixmar reglum. Það á að brjóta nið-
ur siðferðisþrek verkafólksins. Það á að knýja það til að viðurkenna,
að ríkisvaldið sl sterkara en samtök þeirra, og þess vegna eigi það
aðeins einn kost: að gefast upp, að lúta valdinu. Þeir vita að visu að
þetta vekur oft mikla reiði 1 bili. En þeir reikna dæmið þannig, að fólk
komi þreytt út úr verkföllunum, að verkalýðssamtökin hafi ekki styrk
til þess að rfsa gegn ofureflinu og verja rltt sinn. Og ef það reynist
rltt, þá þurfi þeir ekki svo mjög að óttast skuldadagana 1 kosningum.
Þegar verkalýðssamtökin hafi orðið að lúta, þá sl siðferðisstyrkur fólks-
ins brotinn á bak aftur, traustið á samtökin þverri. Þeir treysta því"
lögmáli að siðferðilega niðurbrotið fólk halli sér að þeim sterkari.
Þvf er ekki að leyna, að afturhaldinu hefur orðið nokkuð ágengt. Þær
raddir heyrast hjá of mörgum, að verkföll slu orðin úrelt og þýðingar-
laus, að það sl ekki annað að gera en að bíða þar til hægt er að hefna
síh með kjörseðlinum. Það er einmitt þessi hugsunarháttum sem íhald-
ið hefur vonast til að mundi breiðast út einmitt meðal hinna reiðustu,
reiðin myndi taka á sig þetta form. Þvi að ef hún gerir það, þá er íhald-
ið ekki svo hrætt við kosningar þegar þar að kemur. Það treystir á
áhrifavald hins sterka gagnvart sigruðu og buguðu fólki. Það er að visu
hin brýnasta nauðsyn að leggja áherzlu að gildi kjörseðilsins og að var-
anlegan sigur vinnur alþýðan aldrei, fyrr en hún hefur tekið nidsvaldið
1 sínar hendur. Það er ekki nýtt að ríkisvaldinu sl beitt 1 stlttarbarátt-
unni. Þannig hefur það verið frá fyrstu tíð og mun verða meðan kapftal-
isminn stendur. Hið nýja er, að ríkisvaldinuhefur verið beitt i miklu
ríkari mæli en áður 1 tíð þeirra ríkisstjórna, sem farið hafa með völd
síðan 1947, að vinstri stjórninni undanskilinni. Þessar ríkisstjórnir
hafa treyst á valdið og áróðursmátt valdsins. Þess vegna er líka allur
þeirra ferill eins og sýnikennsla um hlutverk ríkisvalds 1 auðvaldsþjóð-
fllagi. Það er nauðsynlegt að hagnýta þá sýnikennslu vel til þess að
sýna fram á nauðsyn þess fyrir verkalýðsstlttina að ná ríkisvaldinu
1 síhar hendur. En það mundi vera langt að biða eftir því að það takist
og hætt við þvf, að ef verkalýðssamtökin lltu alla faglega baráttu falla
niður á meðan, mundi það verða aumt líf, sem fslenzk alþýða byggi við
undir lokin, og verkalýður, sem fengið hefði slíkt uppeldi, ekki til stór-
ræðanna þegar þar að kæmi. Það er nefnilega langur vegur frá þvf, að
við höfum náð ríkisvaldinu, þótt við næðum einhverjum tæpum þingmeiri-
hluta t.d. með Framsókn. f allra hæsta lagi væri von til þess að við
mctíi
40