Neisti - 01.06.1968, Page 41

Neisti - 01.06.1968, Page 41
gætum gert það óvirkt 1 fjandskap sínum gegn fólkinu nokkra stund. ÞaS getur aldrei verið um að ræða annað hvort pólitiska eða faglega baráttu, heldur veröur hvort tveggja að fara saman. Hin faglega stéttabarátta er einmitt einhver þýðingarmesti þátturinn f baráttunni um ríkisvaldið. Það er stundum sagt að við eigum um tvo kosti að velja: að gefast upp eða berjast. f rauninni eigum við aðeins einn kost: að berjast. Og sér- hver barátta er tvíþætt. Annars vegar bein hagsmunabarátta og að hinu leytinu áfangi 1 hinni miklu baráttu fyrir lokatakmarkinu, betra þjóð- skipulagi, sem er skilyrði þess að binda endi á alla stéttabaráttu, gera hana raunverulega úrelta með þvi að afnema orsakir hennar. Jón frá Pálmholti. Daunillur þefur og drullugir veggir dimmt f lofti af regni og skít. Paufast hér guggnir en góðlyndir seggir sem grálitir maökar í voldugri hít. Fallegar konur meö fótleggi bera flögra um strætin meö augun sljó, ævitíö þeirra mun áþekkust vera upsatorfu í gruggugum sjó. Turnar hávir í himininn msena sem hugur þess er úr skítnum rís, en óhreinar göturnar gleöinni ræna. 1 gýmaldi þessu er fólk einsog mýs. 41

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.