Neisti - 01.06.1968, Page 45
pólitiskum refshætti,koma þeir með svip lambsins til verkalýðssamtak-
anna og segja: Þama sjáið þið, góðir hálsar, verkföll og kjarakröfur
eru vitagagnslausir hlutir. Með öðrum orðum, verkalýðshreyfingin má
ekki vera pólitísk, þ. e. a. s. ekki fara út fyrir afmarkað svið kaupgjalds
og vinnuskilyrða, og þessu má hún ekki heldur berjast fyrir, þvi það
er " gagnslaust " með öllu .'
Hvort tveggja er, að svona kenningar, svo beysnar sem þær eru, þjóna
andstæðingnum einum, og svo hitt, að öll reynsla verkalýðssamtakanna,
fyrr og síðar talar sannleikann ómyrku máli fþessu efni: Flest ef ekki
öll meiriháttar réttindi, sem fengist hafa lögfest verkalýð til góðs,
eru á sihuni tíma knúin fram af samtakamætti með verkfallið tiltækt
að vopni', má þvi til sönnunar minna á orlofslögin, áðumefndan atvinnu-
leysistryggingarsjóð o.m.fl. Undan þunga verkalýðssamtakanna varð
andstæðingurinn að hopa um fet og lögleiða visitölu á kaup 1964. f víð-
tækasta verkfalli sem sögur fara af hérlendis endurheimti verkalýður-
inn, að nokkru, þá vfsitölu, sem ríkisstjóm og þingmeirihluti höfðu
með pólitfsku valdi rænt verkafólk á næstliðnu hausti. Og síðan þessi,
að sönnu alltaí litli, pólitfski verkfallsárangur náðist, eru ekki liðnar
nema nokkrar vikur. - Öll hefir þessi barátta verið hápólitfsk á báða
síður, þótt verkalýður og launþegar hafi illu heilli ekki gert sér það
almennt eins ljóst og auðstéttin, sem deiiir og drottnar fhróksvaldi
þess.
Eins og dæmin sýna verður hin stéttarlega hagsmunabarátta sííellt meira
samofin stjómmálabaráttunni, og að sama skapi hafa afskipti núverandi
stjómarvalda af hagsmunaárekstrum stéttanna farið vaxandi til að vemda
"þjóðarhag" aðrræningja og braskara. Það verður þvf ekki undirstrikað
um of að við núverandi þjóðfélagsaðstæður er hið faglega og pólitfska í
baráttu verkalýðsins svo samþætt að hvorugt getur án annars verið, ef
vænta má árangurs.
Verkalýðs-og launþegasamtök okkar mega þvf sfzt nú slá slöku við bar-
áttuna fyrir kaupi og kjörum, f hvaða mynd sem væri, eða varpa von
sinni á atkvæðaseðilinn einan, á þeirri fölsku forsendu að hin faglega
kjarabarátta sé orðin úrelt og "gagnslaus", þvf eitt er vfst, að það al-
þýðufólk, sem ekki fær komið auga á andstæðinginn f hinni pólitfsku bar-
áttu sinni fyrir daglegri afkomu, eins og t.d. verðtryggingu launanna,
það fólk er vissulega enn síður f stakkinn búið að þekkja hann f kosninga-
gerfinu á kjördag. Skal þó ekki reynt að draga fjöður yfir mikilvægi kjör-
seðils og kosninga f stéttabaráttu nútfmans.
45