Neisti - 01.06.1968, Side 58

Neisti - 01.06.1968, Side 58
á klofningi innan hreyfingarinnar er ekki neðan frá, heldur að ofan, og þvf er það eðlilegt að uppbygging siðferðisins sé mest þar sem þörfin er brýnust. Hvað sjálfu samkomulaginu viðvíkur þá er fþvf fólgin, eins og áður er sagt þýðingarmikil staðfesting á þeirri nauðsyn sem vísitölugreiðsla á laun er. f annan stað er með takmarki því sem sett er við 16-17 þúsundin, einnig fengin hættuleg viðurkenning á þvf að öll laun þar yfir séu hátekjur og skuli f engu bætt með vfsitölu, þá er og það atriði að greiðslan nemi sem svarar greiðslu vfsitölubóta á 10 þúsund króna laun, eingöngu upp á við, upp f 16 þúsund, ( 1/2 milli 16 og 17 þús. ) en ekki að sama skapi niður fyrir 10 þúsund krónur f krónutölu heldur f prósent- viss. 10 þúsund króna viðmiðunin er smánarlega lág, og ákvæði samkomu- lagsins um frestun á greiðslu er sem slaufa á smáninni, verkafólk er dæmt til þess að lána atvinnurekendum hluta launa sinna, þeim sömu atvinnurekendum, er fórnuðu 70 milljónum króna á degi hverjum f verkfallinu f strfíSskostnað gegn alþýðu landsins. Það er ekki einungis sjálfsagt, heldur og eðlilegt að niðurstaða þessa tveggja vikna verkfalls sé umdeild þar sem allar aðstæður virtust fyr- ir hendi tll þess að knýja fram fullan sigur, en útkoman varð þegár allt kurl kom til grafar aðeins 3/4 hlutar þess er farið var fram á, slfk frammistaða er enn eitt blóm f hnappagat forustunnar. Það sem farið var fram á var réttmætt og eðlilegt, og gaf ekki tilefni til þess að hið minnsta væri slegið af. Verkalýðshreyfingarinnar bíða mörg óleyst verkefni, sem aldrei munu hljóta lausn ef framvegis veíð- ur staðið að málum á þennan hátt. Mætti til dæmis nefna, það sem hvað brýnast er, " lffvænleg laun fyrir 8 stunda vinnudag ", þó hlýtur næsta verkefni verkalýðshreyfingarinnar að verða það, að taka sig sam- an f andlitinu, áður en ráðist verður f stærri hluti. 58

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.