Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1962, Side 20

Andvari - 01.04.1962, Side 20
18 SVHINN SKORRl IIÖSKUKDSSON ANDVAIU fríið og gatskrekkurinn gerði enda á henni."1) Ekki hefur mér tekizt að finna þetta blað Hannesar. Um þessar mundir starf- aði meðal skólapilta leynifélag, er nefnd- ist Bandamannafélag Reykjavíkurskóla, stofnað 1875. Á fundum þess iðkuðu skólasvcinar mælskulist, og það hélt úti skrifuðu skólablaði, þar sem piltar hirtu skáldskap sinn og ritsmíðar. Þarna ríkti mjög bókmenntalegur andi. Gögn þessa félags eru nú varðveitt í Landsbóka- safni, en ekki verður séð af þeirn, að Ifannes hafi átt þátt að starfscmi félags- ins tvö fyrstu skólaár sín. Vorið 1876 fluttist hann ásamt móður sinni og systkinum frá Skjaldarvík að Syðra-Laugalandi í Eyjafirði og átti þar heima, unz hann fór til Kaupmanna- hafnar til háskólanáms. Hann dvaldist nyrðra á sumrum og fór landveg á hest- um, sem skólapilta var siður í þann tíma. Til þessara svalksömu, glaðværu ferða- laga sótti hann síðar myndir í ferðakvæði sín hin alkunnu. Haustið 1876 settist Hannes í 3. bekk, og enn kenndu þeir honum báðir, Stein- grímur Thorsteinsson og Benedikt Grön- dal. Meðal kennenda hans þennan vetur má auk þess geta Gísla Magnússonar, þess er gefið hafði út ljóðasafnið Snót með Jóni Thoroddsen forðum. Einar I Ijörleifsson hafði setzt í 1. bekk haustið 1875 og átti þar misgóða vist, að því er honum sagðist síðar frá.2) Ekki er mér kunnugt, hvort hann átti þá nokk- urn þátt að fyrrnefndu blaði fyrstubekk- inga. Þetta skólaár komu þeir fyrst við sögu Bandamannafélagsins Einar og Hannes, og reið Einar á vaðið, þótt vetri 1) Þjóðskjs.: Árbækur Hins lærða skóla ís- lands 1874—1878, bls. 101—102. 2) Fyrir 40 árum í Lærða skólanum, Lögrétta 13. maí — 10. júní 1914. síðar væri i skóla, enda eldri að árum. Las hann upp á félagsfundi 15. októbcr kvæði eftir sig og þýðingu úr þýzku. 1 löfðu þegar verið birt eftir Einar nokkur kvæði og smásaga, cr Hannes loks hætti sér út á ritvöllinn með gamanþætti, Dálitlum draumi, sem lesinn var upp í félaginu 13. febrúar 1877. Ekki var þó opinskátt gert um höfundinn, hcldur standa undir stafirnir „Dr.“. Kemur það heim við þá frásögn Einars síðar, að Hannes hafi verið feiminn í skóla og lítt gefinn fyrir að trana sér fram. Þótt þáttur þessi sé, sem vænta mátti, harðla bernsk ritsmíð, má þar þegar kenna nokkuð af sumum höfundareinkennum Llannesar síðar, einkum auga hans fyrir broslegum atvikum, hinu skoplega í fárán- leika. I Iann lýsir því, að komið sé að prófi, og hann situr við lestur námsbóka. Sjálfur er hann „ekki „krassus" í faginu", og að lyktum sækja skræðurnar að hon- um svífandi á leðurblökuvængjum, og hann vaknar. Aðförin minnir nokkuð á ævintýrið Stúlkan í turninum eftir Jónas Hallgrímsson. Hann skopast þarna að fyrstu- og þriðjubekkingum, „því þið getið ekki trúað, hvað þar eru exemplar- iskir gatistar."1) Þá talar hann í tvíræðum tón um þrifnað í skólanum. III Vcturinn 1877—78, þcgar Hannes sat í 4. bekk, varð örlagaríkastur allra skóla- ára hans. Þá gerðust þeir atburðir í lélags- lífi skólapilta, sem urðu til þess að tengja suma þeirra ævilöngum vináttuböndum, en skópu langlífan kala milli annarra. Sannaðist þar hið fornkveðna, að lengi nian til lítilla stunda. Ári eldri en Hannes í skóla voru meðal annarra Skúli Thoroddsen, síðar sýslu- maður og stjórnmálakempa, og Sigurður 1) Lbs. 3326, 4to, bls. 328.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.