Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1962, Side 30

Andvari - 01.04.1962, Side 30
28 SVEINN SKOllRI IIÖSKULDSSON ANDVAIU ættjarðarljóð. Á Þorláksmessu 1880 blót- uðu Hafnarstúdentar að vanda hinn sæla biskup og minning hans. Hannes orti Þjórkvæði íslendinga í Kaupmanna- höfn á Þorláksmessu 1880 og birti það í Skuld 29. janúar 1881, og tæpurn mán- uði síðar birti bann þar kvæðið I Ierhvöt gegn þjóðfjanda.1) Nanna kom út 21. maí um vorið, og þar birti Hannes þrjú kvæði, Til íslands, í kirkju og Engilinn. Til íslands hefst á þessu erindi: Ég elska þig bæði sem móður og mey, sem mögur og ástfanginn drengur, mín andhreina, fannhvíta fæðingarey með fjöllin og heiðjökla-spengur. Þú háa meydrottning, lieyr þú mig: Af hug og sál ég elska þig. Elér er að vísu enn kveðið um hina góðkunnu táknmynd rómantísku skáld- anna, Fjallkonuna, ímynd Islands. Hátt- urinn er hinn sami og á Vorhvöt Stein- gríms, og „fjöllin og heiðjökla-spengur" sverja sig í þá ættina. Þó kveður við nýjan tón. Hannes sér ekki konu þessa í hvítum möttli merlaða bláma fjarlægð- ar. Hann seiðir hina rómantísku mynd nær, inn úr svifi í fjarska. Hann sér hana sem móður og mey, er sjálfur mögur eða ástfanginn drengur. Fjallkonan er komin í nálægð, veruleikinn setztur að ríkjum. Bólu-Hjálmar kvað um hana eins og þreytta og útslitna nágrannakonu sína. Lýsing Hannesar er glæstari, cn jafn- nálæg og raunveruleg. 1) í Skuld 22. febr. 1881. (Auk þessara kvæða birti liann í Skuld, áður en Verðandi kom út: Stormur 13. jan. 1882; Fuglar í búri 8. febr. 1882; Sprettur 31. marz 1882). Einnig var prentað sérstaklega eftir hann kvæðið, Vísur í skilnaðargildi íslendinga- félags 30. marz 1881. Um vorið lauk hann síðan prófi í heimspeki. VI Haustið 1881, 1. október, innritaðist Einar I Ijörleifsson í Hafnarháskóla og hugðist taka að nema stjórnfræði. Hann settist að í hcrbergi nr. 10 á þriðja gangi bjá Bertel, og byggðu þeir það saman, unz Bertel fór af Garði, og Einar til loka háskólaára sinna.1) Voru þeir nú allir saman komnir á Garði skáldbræðurnir úr Ingólfi. I hóp þeirra hefur Gestur Páls- son fljótlega slegizt. Af þeim fjórum hafði Einar til þessa komið eindregnast fram undir merkjum raunsæisstefnunnar. Báð- ar sögur hans, sem hann þá hafði birt á prcnti, sóru sig eindregið í þá ætt. Þeir félagar hafa fljótlega þennan vet- ur hafið undirbúning að útgáfu tímarits um bókménntir, og Tryggvi Gunnarsson, móðurbróðir Hannesar, gerðist bakhjarl þeirra fjárhagslega. Jafnframt nutu þeir gleði Hafnarlífsins og gáska stúdentsár- anna, og fár kunni betur að gleðjast en I Iannes Hafstein. Skömmu eftir áramót þennan vetur kom þó fyrir atvik í stúd- entagleði, sem dró nokkurn dilk á eftir sér. Segist Skúla Thoroddsen svo frá í bréfi til Þorvalds bróður síns 28. febr. 1882: „Eitt mál hefur komið fyrir á Garði, sem nokkuð þykir að kveða; það er flagga- málið; á Garðsolli rifu þeir Hannes Haf- stein og Steingr. Stefánsson2) danabrók niður fyrir augum Dana, trömpuðu á og báðu aldrei þrífast; Danir undu þessu bið versta; Eiríkur3) skarst í og hótaði brottrekstri af Garði, ef viðkomendur eigi 1) Regensens Arkiv: Regensens Værelseproto- kol 1838—1881 og 1882—1922. 2) Síðar hókavörður í Chicago og Wasliington. 3) Þ. e. viceprófastur Jónsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.