Andvari - 01.04.1962, Síða 30
28
SVEINN SKOllRI IIÖSKULDSSON
ANDVAIU
ættjarðarljóð. Á Þorláksmessu 1880 blót-
uðu Hafnarstúdentar að vanda hinn
sæla biskup og minning hans. Hannes
orti Þjórkvæði íslendinga í Kaupmanna-
höfn á Þorláksmessu 1880 og birti það í
Skuld 29. janúar 1881, og tæpurn mán-
uði síðar birti bann þar kvæðið I Ierhvöt
gegn þjóðfjanda.1)
Nanna kom út 21. maí um vorið, og
þar birti Hannes þrjú kvæði, Til íslands,
í kirkju og Engilinn. Til íslands hefst á
þessu erindi:
Ég elska þig bæði sem móður og mey,
sem mögur og ástfanginn drengur,
mín andhreina, fannhvíta fæðingarey
með fjöllin og heiðjökla-spengur.
Þú háa meydrottning, lieyr þú mig:
Af hug og sál ég elska þig.
Elér er að vísu enn kveðið um hina
góðkunnu táknmynd rómantísku skáld-
anna, Fjallkonuna, ímynd Islands. Hátt-
urinn er hinn sami og á Vorhvöt Stein-
gríms, og „fjöllin og heiðjökla-spengur"
sverja sig í þá ættina. Þó kveður við
nýjan tón. Hannes sér ekki konu þessa
í hvítum möttli merlaða bláma fjarlægð-
ar. Hann seiðir hina rómantísku mynd
nær, inn úr svifi í fjarska. Hann sér hana
sem móður og mey, er sjálfur mögur eða
ástfanginn drengur. Fjallkonan er komin
í nálægð, veruleikinn setztur að ríkjum.
Bólu-Hjálmar kvað um hana eins og
þreytta og útslitna nágrannakonu sína.
Lýsing Hannesar er glæstari, cn jafn-
nálæg og raunveruleg.
1) í Skuld 22. febr. 1881. (Auk þessara kvæða
birti liann í Skuld, áður en Verðandi kom
út: Stormur 13. jan. 1882; Fuglar í búri
8. febr. 1882; Sprettur 31. marz 1882).
Einnig var prentað sérstaklega eftir hann
kvæðið, Vísur í skilnaðargildi íslendinga-
félags 30. marz 1881.
Um vorið lauk hann síðan prófi í
heimspeki.
VI
Haustið 1881, 1. október, innritaðist
Einar I Ijörleifsson í Hafnarháskóla og
hugðist taka að nema stjórnfræði. Hann
settist að í hcrbergi nr. 10 á þriðja gangi
bjá Bertel, og byggðu þeir það saman,
unz Bertel fór af Garði, og Einar til loka
háskólaára sinna.1) Voru þeir nú allir
saman komnir á Garði skáldbræðurnir úr
Ingólfi. I hóp þeirra hefur Gestur Páls-
son fljótlega slegizt. Af þeim fjórum hafði
Einar til þessa komið eindregnast fram
undir merkjum raunsæisstefnunnar. Báð-
ar sögur hans, sem hann þá hafði birt á
prcnti, sóru sig eindregið í þá ætt.
Þeir félagar hafa fljótlega þennan vet-
ur hafið undirbúning að útgáfu tímarits
um bókménntir, og Tryggvi Gunnarsson,
móðurbróðir Hannesar, gerðist bakhjarl
þeirra fjárhagslega. Jafnframt nutu þeir
gleði Hafnarlífsins og gáska stúdentsár-
anna, og fár kunni betur að gleðjast en
I Iannes Hafstein. Skömmu eftir áramót
þennan vetur kom þó fyrir atvik í stúd-
entagleði, sem dró nokkurn dilk á eftir
sér. Segist Skúla Thoroddsen svo frá í
bréfi til Þorvalds bróður síns 28. febr.
1882:
„Eitt mál hefur komið fyrir á Garði,
sem nokkuð þykir að kveða; það er flagga-
málið; á Garðsolli rifu þeir Hannes Haf-
stein og Steingr. Stefánsson2) danabrók
niður fyrir augum Dana, trömpuðu á og
báðu aldrei þrífast; Danir undu þessu
bið versta; Eiríkur3) skarst í og hótaði
brottrekstri af Garði, ef viðkomendur eigi
1) Regensens Arkiv: Regensens Værelseproto-
kol 1838—1881 og 1882—1922.
2) Síðar hókavörður í Chicago og Wasliington.
3) Þ. e. viceprófastur Jónsson.