Andvari - 01.04.1962, Side 32
30
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVAIU
ljós í Lærða skólanum og skýrðust enn
betur á stúdentsárum hans. Flokkadrættir
voru ekki óþekktir með íslenzkum stúd-
entum í Idöfn, og árin fyrir komu Hann-
esar þangað höfðu þeir Gestur og Þór-
hallur Bjarnarson stundum slegið í brýnu
við rosknu mennina í Islendingafélaginu
og veitzt allharkalega að Gísla Brynjúlfs-
syni.1) Eftir komu Hannesar til Idafnar
jukust þessar erjur enn. Þótt íslendingar
deildu þannig snarplega sín á meðal,
héldu þeir yfirleitt hópinn gagnvart Dön-
um, töldu sig enda tíðum verða fyrir
lítilsvirðingu úr þeirri átt. Áður en vikið
sé að þætti Hannesar í innbyrðis deilum
Islendmga, skulu rakin nokkuð skipti
hans við Dani, en þar varð honum þungt
í skauti flaggamáliÖ, sem að var vikið.
Vorið 1882, 10. júní, sá Bertel ásamt
tveimur Dönum um skógarför Garðbúa,
en ekki varð sú forstaÖa hans til þess
að draga íslendinga út í beykilundi Sjá-
lands, heldur var hann þar einn meðal
danskra.2) En fáeinum dögum síðar, 19.
júní, dró til sögulegra tíðinda. Nokkrir
norskir stúdentar heimsóttu þá Garö, og
var þeirn haldin dýrleg veizla með mik-
illi bjórdrykkju undir greinum linditrés-
ins. Voru þar margar ræður haldnar og
minni drukkin. Fór allt fram af gleöi,
unz Skúli Thoroddsen reis upp og mælti
fyrir minni norska stjórnmálaskörungsins
Johans Sverdrups. Segir, að Danir og
sumir Norðmannanna hafi setið undir
ræðunni og fussað. Þá var Hannesi nóg
boðið. Hann bað um orðið, og cr svo
frá skýrt í Kirkjubók:
„Soldet, som hidindtil havde gáet
rigtig livligt og muntert, skulle imidler-
tid fá en mindre heldig afslutning, idet
1) Sbr. bréf Eiríks Jónssonar til Bjöms M.
Ólsens 18. jan. 1880, Lbs. 3480, 4to.
2) Regensens Arkiv: Regensens Kirkebog 1879
—1887.
Hafsteinn fik ordet, ligesá snart han
rejste sig, blev modtaget med diverse
mere el. mindre passende tilráb, sá at
han ikke kunne fá begyndt; herover blev
han noget forbitrct, og da larmen vcdblev,
angreb han i meget voldsonnne og skarpe
udtryk de danske og drog tilfelts mod
deres fremgangsmáde og opf0rsel lige over
for deres islandske kollegaer pá Regensen;
herved forögedcs — naturligvis — tumul-
ten, og sk0nt Hjfirleifsson pá en del
andre islænderes vegne tog de danske i
forsvar og benægtede rigtigheden af
Hafsteins udtalelser, var der dog derved
kommet en sádan misstemning ind
blandt folk, at soldet mátte hæves
pludselig kl. c. 114; en del af selskabet
fulgte med nordmændene og fortsatte
soldet ude i byen.
Denne begivenhed fik et lidet Nach-
spiel, idet provsten, der var meget indig-
neret over islændernes adfærd ved denne
lejlighed, lod dem kalde til at m0dc
hos sig nogle dage efter soldet; hvor-
ledes sammenkomsten l0b af, vides imid-
lertid ikke sikkert."1)
Einar minntist síðar á þetta atvik og
dáðist mjög að ræðusnilld Idannesar í
það skipti: „Hafi Danir verið fullir af
háði áður, þá voru þeir nú fullir af reiði,“
segir hann.2) Ekki minnist hann þó
þarna á ræðu sjálfs sín, en segir aðeins,
að einn íslendingur til hafi talað og
reynt að bera klæði á vopnin og hafi sú
ræða mildað prófast svo, að hætt hafi
verið við að reka alla íslendinga af Garði,
sem annars hefði verið til athugunar.2)
Þótt þannig skærist í odda með Hann-
esi og dönskum stúdentum, mun þessi
senna sízt hafa orðið til þess að spilla
1) Regensens Arkiv: Regensens Kirkebog 1879
—1887.
2) Hannes Hafstein á stúdentsárunum, Eim-
reiðin 1932, bls. 22.