Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 34

Andvari - 01.04.1962, Page 34
32 SVEINN SKOUIÍl 11ÖSKLILDSSON ANDVARI son varaprófastur skrifaði Þorvaldi Thor- oddsen 9. október um haustið: „Hinum löndunum líður líka vel, nema hvað lundina snertir í ýmsum, því ekki mátti minna vera, en að við kæmumst í flokkaríg og illindi út af Schierbeck (sem nú fer heim) og Jónasi."1 2 1) Þctta Schiebecksmál hófst skömmu eftir útkomu Verðandi. Jón Mjaltalín landlæknir lézt í júní 1882. Ari áður hafði Jónas læknir Jónas- sen, mágur Hannesar, verið settur til að gegna embættinu, og var nú almennt búizt við, að hann myndi hljóta það, einkum þar sem hann lauk doktorsprófi um sömu mundir. Svo fór þó ekki, held- ur var staðan veitt dönskum lækni, Hans Jacob Schierbeck. Það var þó skilyrði fyrir þeirri veitingu, að Schierbeck lyki prófi í íslenzku, áður en hann tæki við embættinu. Ut af þessari embættistog- streitu liófust miklir flokkadrættir með Hafnarstúdentum. Hannes og félagar hans studdu Jónassen, en aðrir Schier- beck. Voru einkum fyrirliðar í þeim hópi Finnur Jónsson og Skúli Thoroddsen. Schierbeck gekk tvisvar undir próf í Höfn hjá þeim Konráði Gíslasyni, Gísla Brynjúlfssyni og Guðmundi Þorlákssyni, en féll í bæði skiptin. Engu að síður sigldi hann til íslands um haustið, tók próf í íslenzku í Reykjavík og var skip- aður í cmbættið. Finnur Jónsson lætur að því liggja í ævisögu sinni,-) að Hanncs hafi haft áhrif á suma prófdómendurna í Höfn í því skyni að bregða fæli fyrir Schierbeck. Varð þetta mál upphaf mikilla llokka- drátta meðal íslenzkra Hafnarstúdenta, og stóð Hannes í fylkingarbrjósti annars vegar. Þótt þannig blési napurt um Hannes sumarið og haustið 1882, lét hann ekki niður falla bókmenntaiðkanir. Á fundi Hafnardeildar Idins íslenzka bókmennta- félags 16. maí um vorið var honum ásamt fjórum öðrum mönnum falið að sjá um útgáfu á ljóðum Jónasar Hall- grímssonar. Það kom í hlut Hannesar að rita um Jónas og skáldskap hans, og 9. október um haustið skrifaði hann Páli Melsted: „Ekki erum við enn þá byrjaðir að sýsla neitt að útgáfunni; við erum að bíða bréfa að norðan . . . Ég er í miklum vandræðum, því ég á að skrifa æviágrip Jónasar og er með cngu móti fær til þess. Reyndar á það aðeins að vera stutt, en það þarf að vera sntt, og það er allt of lítið af datis til þess að hægt sé að mynda sér nokkurn veginn mynd af honum og hans sálar- lifi. Ef ég gæti náð að tala við yður, þá myndi ég spyrja yður um karakter hans, prívatlíf og persónu, því það er það, sem sá, er um hann ætlar að rita, fyrst þarf að þekkja til þess að geta gengið út frá réttri undirstöðu og skilið hann."1) Með þessum orðum lýsir Hannes raun- ar könnunaraðferðum raunsæisstefnunn- ar, er Georg Brandes ruddi braut á Norðurlöndum og mikils hafa verið ráð- andi um vinnuaðferðir síðan, þótt nýjar kenningar og skoðanir hafi rutt sér til rúms. Ekki hefur þó sumarið allt liðið við félagsmálaþras eða undirbúning að út- gáfunni á ljóðum Jónasar. Hannes naut gleði og lystiscmda Hafnarlífsins í ríkara mæli en flestir aðrir og átti karlmennsku til að þola svalkið. Hann orti um þessar mundir gamansama stæling á Oft um Ijúfar, ljósar sumarnætur: 1) Ny kgl. saml. 3006, 4to, 4. 2) Bls. 54—55. 1) Ny kgl. saml. utilg. 134, 4to.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.