Andvari - 01.04.1962, Síða 35
ANDVARI
LÁTTU GAMMINN GEISA
33
Oft um þessa þungu molludaga
þyrstir skáldin mjög í góðan bjór.
Þorstinn brennir brjóst og svangan maga,
breiskin tungan flækist eins og þvaga,
æðaslögin eru þung og • stór.
Og um þessar yndislegu stundir
er ég fullur sáttur heiminn við,
leggst ég hugrór hvílu mína undir,
hlæ og velti mér á allar lundir,
unz ég sofna hægt í helgum frið.
19. júlí 1882 birti hann í Skuld kvæðið
Sjófcrð, þrungið ólgandi lífsgleði og
ástarmunaði. Fjör og þróttur gneista af
kvæðum hans þetta vor og fyrra hlut
sumars, og kímni og glettni vaka í leyn-
um. En skyndilega kvað við nýjan tón
í hörpu hins æskuglaða skálds. Vinur
Hannesar, Arni Finsen, drukknaði í
Höfn 5. júlí, og Idannes orti eftir hann
kvæði, sem birtist í Skuld 2. ágúst. Idér
kennir viðkvæmni og trega, sem benda
fram til sumra kvæða hans frá efri árun-
um. Raunar verður ekki sagt, að hann
leggist djúpt í þessu kvæði um ráðningar
á gátum lífs og dauða. Þó leita spurn-
ingar á:
Ég skil það ei og eigi skilja vil,
að einmitt þú ert hniginn fyrst í val.
Það er líkt og skuggi þessa atviks búi
einnig yfir kvæðinu Niðaróði, sem birt-
ist í Skuld 18. ágúst.1)
Sjá upp’ á klettinum karlmann standa
með kuldaglotti á fossinn líta;
með köldu hjarta og köldum anda
hann kastar steinum í fallið hvíta.
Með göngustafnum hann klettinn keyrir,
svo kveður við af því bergið svarta,
en niðri’ í kólgunni köldu heyrir
hann kuldahlátur síns eigin hjarta.
1) Fjórða kvæði hans í Skuld eftir útkomu
Verðandi þetta ár var Þorsteinn Síðu-
Hallsson, birt 31. október.
I þessu kvæði bregður fyrir bölsýnni
íróníu, sem er sjaldgæf hjá Hannesi. Hjá
honum býr oftast gáski að baki háðinu.
Þarna minnir hann dálítið á skáldbróður
sinn Gest. Þótt mikill lífsþróttur búi í
kvæðum Hannesar frá þessum tíma, hefur
honum á stundum blöskrað smæð og
umkomuleysi þjóðar sinnar. 14. janúar
1883 skrifar hann í hálfkæringi til Páls
Mclstcds:
„Sjálfir getum við ekkert; við erum
svo litlir. Ósköp er annars vont að vera
Islendingur. Múlbundinn af málinu og
ómögulegur til að gjöra nokkuð vegna
undirstöðuleysis.
Lífsuppgáfa allra Isl. verður og hlýtur
að vera þessi: að fá oní sig. — Ég hef
reiknað út eftir fólksfjölda náttúrl., að
það er 27 sinnum betra að vera danskur,
630. betra að vera þýzkur eða franskur,
og 6086. betra að vera Kínverji. Þar eru
þó nógu margir til að heyra og nóg til
að bæta. Það vantar okkur raunar heldur
ekki."1)
Hann tekur nú að skrifa um Jónas
Hallgrímsson. Það ríkir uppreisn og ólga
gegn ríkjandi hugsunarhætti, þegar hann
segir:
„Það er görnul tilfinning sumra manna
að kenna sárt í brjósti um og þar með
lítilsvirða þá, sem yrkja, af því að slíkt
gefi ekki af sér smjör né aðra feiti, og
eins hitt að telja þá alla týnda sauði,
sem ekki þegar taka embættispróf og
ganga í konungsþjónustu."2)
Vafalaust hefur honum orðið luigsað
til þeirra örlaga, er sín biðu, ef skáld-
skapur og bókmenntir sætu lengi í al-
gjöru fyrirrúmi fyrir próflestri.
1) Ny kgl. saml. utilg. 134, 4to.
2) Jónas Hallgrímsson: Ljóðmæli og önnur rit
1883, bls. XXVI—XXVII.
3