Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1962, Side 42

Andvari - 01.04.1962, Side 42
40 SVEINN SKORUI IIÖSKULDSSON ANDVARI vona ég, að Hannes hafi skotið þeim undan brunanum. ÞaS hefSi ég aS minnsta kosti gert . . . Um kvöldiS héldum viS pikk-nikk uppi hjá Hjörleifssonum og drukkum eina sex bjóra per k [jaft]. Þeir voru víst drukknir í minningu Gísla."1) í októberblaSiS ritaSi Hannes síSan lýsing á því, er Kristjánsborgarhöll brann 3. október. Tókst aS bjarga úr brunan- um dýrmætum söfnum bóka og lista- verka. Mun þessi atburSur hafa orSiS honum tilefni kvæSisins Hallarbruna og björgun listaverkanna tákn um sigur and- ans yfir efni: Hilmishöllin brennur! Húsin lægri standa björt til beggja handa byggð í löngum röðum — — —- Engir eldar granda andans boðskap glöðum: Framtíð molar Fenrisúlfsins tennur! í tveimur síðustu tölublöðum Heim- dallar birti Hannes ekkert, en auk þess, sem eftir hann var prentaS í Heimdalli þetta ár, birti hann tvö kvæSi í SuSra, Sólarlag og Minni Þorvalds Thoroddsens, þegar hann kom úr rannsóknarferS sinni 1884.2) ÞaS kvæSi var einnig prentaS sér viS þaS tækifæri. HaustiS 1884 þraut GarSstyrk Hann- esar, og hann fluttist þaSan. Hlaut hann þá þessi eftirmæli í Kirkjubók: „Hannes Hafsteinn, jur., var en stor begavelse, der allerede har udmærket sig i den islandske litteratur. Viste sig ved flere lejligheder som en dygtig taler. Var de radikales kandidat til klokkerværdig- heden i hin mindeværdige valgkamp, endte med Riis klokkerat (se pag. 109 1) Ny kgl. saml. utilg. 81, 4to. 2) í Suðra 6. ágúst og 28. nóy, 1884. flgd.). — Til dels pá grund af gensidige misforstáelser, hvormed han var kommet i et noget skævt forhold til de danske, havde han i den sidste tid trukket sig meget tilbage."1) XI A stúdentsárum Flannesar Hafsteins starfaði Hið íslenzka bókmenntafélag í tveimur deildum, önnur í Reykjavík, en hin í Kaupmannahöfn. Samhliða deilum stúdcnta vegna Schierbeckmálsins og deilunum í íslendingafélaginu, sem þegar hefur verið að vikið, hófust einnig átök í I Iafnardeild Bókmenntafélagsins. Vildu sumir leggja hana niður og flytja starf- semina alla til Reykjavíkur og hafa út- gáfubækur félagsins alþýðlegri, hagnýt- ari og óvísindalegri. Var rekinn töluverð- ur áróður fyrir þeirri stefnu að heiman. Má geta þess, að Gestur Pálsson ritaði grein strax í 2. tölublað 1. árgangs Suðra í þessa átt og aftur vorið og sumarið 1884, þar sem hann veittist að Finni Jónssyni, er eindregið vildi halda við I lafnardeild- inni og vísindalegri útgáfustarfsemi fé- lagsins. í Höfn stóð Hannes fremstur í flokki þeirra, sem með heimflutningi voru. Á aðalfundi Flafnardeildarinnar 23. marz 1885 hugðust heimflutningsmenn ná völdum í deildinni, og varð af mikil senna. Sagðist Sigurði Thoroddsen, síðar verkfræðingi, svo frá henni í bréfi til Þorvalds bróður síns: ,,í gær var þessi stóri bókmenntafé- lagsfundur; Hannesarflokkurinn ætlaði að stilla Edvald Tohnsen til forseta, að því er sagt var, af því að Sigurður Jónas- son vildi ekki taka á móti kosningu aftur; náttúrlega skiptust menn í „partie" cins og vant er eftir íslendingafélögunum; 1) Regensens Arkiv: Regensens Kirkebog 1879 —1887.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.