Andvari - 01.04.1962, Síða 42
40
SVEINN SKORUI IIÖSKULDSSON
ANDVARI
vona ég, að Hannes hafi skotið þeim
undan brunanum. ÞaS hefSi ég aS
minnsta kosti gert . . .
Um kvöldiS héldum viS pikk-nikk uppi
hjá Hjörleifssonum og drukkum eina sex
bjóra per k [jaft]. Þeir voru víst drukknir
í minningu Gísla."1)
í októberblaSiS ritaSi Hannes síSan
lýsing á því, er Kristjánsborgarhöll brann
3. október. Tókst aS bjarga úr brunan-
um dýrmætum söfnum bóka og lista-
verka. Mun þessi atburSur hafa orSiS
honum tilefni kvæSisins Hallarbruna og
björgun listaverkanna tákn um sigur and-
ans yfir efni:
Hilmishöllin brennur!
Húsin lægri standa
björt til beggja handa
byggð í löngum röðum — — —-
Engir eldar granda
andans boðskap glöðum:
Framtíð molar Fenrisúlfsins tennur!
í tveimur síðustu tölublöðum Heim-
dallar birti Hannes ekkert, en auk þess,
sem eftir hann var prentaS í Heimdalli
þetta ár, birti hann tvö kvæSi í SuSra,
Sólarlag og Minni Þorvalds Thoroddsens,
þegar hann kom úr rannsóknarferS sinni
1884.2) ÞaS kvæSi var einnig prentaS sér
viS þaS tækifæri.
HaustiS 1884 þraut GarSstyrk Hann-
esar, og hann fluttist þaSan. Hlaut hann
þá þessi eftirmæli í Kirkjubók:
„Hannes Hafsteinn, jur., var en stor
begavelse, der allerede har udmærket sig
i den islandske litteratur. Viste sig ved
flere lejligheder som en dygtig taler. Var
de radikales kandidat til klokkerværdig-
heden i hin mindeværdige valgkamp,
endte med Riis klokkerat (se pag. 109
1) Ny kgl. saml. utilg. 81, 4to.
2) í Suðra 6. ágúst og 28. nóy, 1884.
flgd.). — Til dels pá grund af gensidige
misforstáelser, hvormed han var kommet
i et noget skævt forhold til de danske,
havde han i den sidste tid trukket sig
meget tilbage."1)
XI
A stúdentsárum Flannesar Hafsteins
starfaði Hið íslenzka bókmenntafélag í
tveimur deildum, önnur í Reykjavík, en
hin í Kaupmannahöfn. Samhliða deilum
stúdcnta vegna Schierbeckmálsins og
deilunum í íslendingafélaginu, sem þegar
hefur verið að vikið, hófust einnig átök
í I Iafnardeild Bókmenntafélagsins. Vildu
sumir leggja hana niður og flytja starf-
semina alla til Reykjavíkur og hafa út-
gáfubækur félagsins alþýðlegri, hagnýt-
ari og óvísindalegri. Var rekinn töluverð-
ur áróður fyrir þeirri stefnu að heiman.
Má geta þess, að Gestur Pálsson ritaði
grein strax í 2. tölublað 1. árgangs Suðra
í þessa átt og aftur vorið og sumarið 1884,
þar sem hann veittist að Finni Jónssyni,
er eindregið vildi halda við I lafnardeild-
inni og vísindalegri útgáfustarfsemi fé-
lagsins. í Höfn stóð Hannes fremstur í
flokki þeirra, sem með heimflutningi
voru.
Á aðalfundi Flafnardeildarinnar 23.
marz 1885 hugðust heimflutningsmenn
ná völdum í deildinni, og varð af mikil
senna. Sagðist Sigurði Thoroddsen, síðar
verkfræðingi, svo frá henni í bréfi til
Þorvalds bróður síns:
,,í gær var þessi stóri bókmenntafé-
lagsfundur; Hannesarflokkurinn ætlaði
að stilla Edvald Tohnsen til forseta, að
því er sagt var, af því að Sigurður Jónas-
son vildi ekki taka á móti kosningu aftur;
náttúrlega skiptust menn í „partie" cins
og vant er eftir íslendingafélögunum;
1) Regensens Arkiv: Regensens Kirkebog 1879
—1887.