Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 46

Andvari - 01.04.1962, Page 46
44 SVEINN SKORIU IIÖSKULDSSON ANDVARI mótin 1800. Loks flytur hann mönnum boðskap hinnar nýju stefnu: „Það er tímans krafa, að hver maður geti orðið sem frjálsastur, mestur og bezt- ur með því að nota sinn eiginn kraft, því að sú frœgð að tilheyra fornkunnri þjóð, er létt fyrir svangan maga. Menn vita nú, að mennirnir lifa ekki og vinna ekki til þess að vera þjóð, heldur er þjóðin til vegna þess, að svo og svo margir menn, sem tala sömu tungu, lifa og vinna. Hún er sterk þjóð og merk þjóð aðeins að því skapi sem einstaklingarnir í henni geta náð að verða sem frjálsastir, mestir og beztir í andlegu, líkamlegu og siðferðis- legu tilliti. Fósturland og þjóðerni er ekki sérstök, guðleg gjöf, því hver, sem fæðist í heiminn, verður að fæðast í einhverju landi, og það land, sem hann af hend- ingu fæðist í, er að jafnaði hans fóstur- land, og af því fær hann sjálfkrafa eða nauðugur þann stimpil, sem kallast þjóð- erni og sem bindur hann alla ævi með ýmsum böndum við fósturlandið. Það er ekki nóg til þess að fullnægja tímans kröfu að drekka skál fyrir sinni ástkæru fósturmold, það er ekki nóg að tala um framfarir án þess að tilgreina, bverjar þær eiga að vera. Til þess að stuðla að því, að mönnunum geti liðið vel, þarf að komast eftir þeirra meinum, mann- félagsmeinunum, sem standa einstaklingn- um fyrir þrifum, svo þau geti orðið læknuð, og það er mcðal annars skáld- anna og sálarfræðinganna báleita ætl- unarverk að grafast eftir þeim. Vor tíð er sárakönnunarinnar og lækninganna tíð í andlegu og líkamlegu tilliti. Tímans heróp er líf persónunnar, ekki gloría um hina afdregnu hugmynd: þjóð. Vor tími er tími hinna verklegu framfara, guf- unnar, rafmagnsins og rannsóknarinnar stolti tími.“ Honum finnst vel til fallið, að nú skuli einkum ort grafljóð á Islandi: „Það er náklukkunnar dinglum-dangl yfir dauðum og útslitnum hugmyndum." Sama ár og Hannes flutti þennan fyrirlestur gaf hann út Kvæði og kviðl- inga Bólu-Hjálmars. Meðal þeirra ljóð- skálda, er á undan voru gengin, hlaut hann að finna mestan eðlisskyldleik við raunsæisstefnuna hjá Hjálmari, og jafnvcl hefur hann þótzt finna til tengsla við sjálfan sig: „Vér sögðum, að aðaleinkenni hans væri ákafi og storkandi kraftur."1) XIV Það er orðin bókmenntasöguleg hefð, að telja Verðandi marka upphaf raun- sæisstefnunnar á Islandi og Georg Bran- des helzta boðbera hennar á Norður- löndum. Ekki verður séð af plöggum fé- laganna í Lærða skólanum, að Hannes hafi þar haft mikil kynni af raunsæis- höfundum. Hann þýðir eftir Ovid, Ideine og H. C. Andersen. Af útgefend- um Verðandi hafði þó hann einn veru- leg persónuleg kynni af Brandesi, og þau hófust, er hann fékk leyfi til þýðingar á kafla úr Meginstraumum í Lleimdall 1884, eins og áður segir. Enn eru varðveittar skrár um útlán bóka úr Konunglegu bókhlöðunni og Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn þau ár, sem Hannes dvaldist þar. Þó vantar árið 1883 í skrár Háskólabóka- safns. Ekki verður séð, að Hannes hafi nokkru sinni fengið léða bók út úr Kon- unglegu bókhlöðunni og í Háskólabóka- safni einungis þrjár bækur, og þær allar eftir Georg Brandes. Hann fékk 24. jan. 1882 Æstbetiske Studier; 15. marz 1884 Forklaring og Forsvar og 24. marz s. á. I Iovedstrpmninger, Emigrantlitteraturcn. Ekki geta þetta talizt mikil bókalán, enda mun minni en hjá þeim hinum, sem að Verðandi stóðu. Hér er þess þó 1) Kvæði og kviðlingar, bls. 27.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.