Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Síða 50

Andvari - 01.04.1962, Síða 50
ÁSGEIR ÞORSTEINSSON: ísland á krossgötum 1908 Sá atburður gcrðist 1908 í viðskiptum Islendinga og Dana, er lengi var í minn- um hafður sem stórviðburður í stjórn- málasögunni. íslendingum var þá boðið upp á viður- kenningu Danmerkur á því, að ísland væri frjálst og sjálfstætt land, en slíka viðurkenningu hafði aldrei fyrr borið á góma af Dana hálfu síðan Island komst undir stjórnarforræði þeirra fyrir mörgum öldum. Viðurkcnningu þessari var þó hafnað af alþingi 1909, sakir þeirra skilyrða, er sett voru um frambúðar samskipti ríkjanna tveggja. Þetta gerðist á þann hátt, að al- þingi samþykkti lög, sem fóru stórum lengra en tilskilið var í því lagauppkasti, sem íslendingar og Danir höfðu fallizt á sameiginlega. Var því neitað að staðfesta lögin. Nú hefur þessi atburður aðeins sögu- lega þýðingu, en fyrir tæpum þremur árum, þegar dagblöð landsins minntust hans eftir 50 ár, var látið undir höfuð leggjast að meta gildi lrans fyrir ísland á raunsæjan hátt, enda eimdi cnn, cftir hálfrar aldar skeið, eftir af stjórnmálaleg- um áróðursáhrifum atburðarins á hugi þeirra manna, sem minntust hans. Atburðurinn hlaut í daglegu tali á árum áður viðurnefnið „Uppkastið frá 1908“, cn var í rauninni uppkast að lögum um ríkisréttarsamband Danmerkur og Islands, — í senn frelsis- og sjálfstæðisyfirlýsing gagnvart íslandi og samningur milli ríkj- anna. Það vill nú svo til, að i lok þessa árs, nánar tiltekið 4. desember 1961, eru rétt 100 ár liðin frá fæðingu þess íslenzks stjórnmálamanns og þjóðarleiðtoga, sem hafði forgöngu af íslands hálfu í samn- ingaviðureigninni við Dani 1908, Hann- esar Hafsteins, fyrsta ráðherra í ríkisstjórn á Islandi. Það er því ekki úr vegi að minnast at- burðarins ýtarlegar en gert var 1958. I hópi hinna íslenzku alþingismanna, er Friðrik 8. kvaddi til viðræðna við danska ríkisþingmenn með konungsbréfi í júlí 1907, voru sex aðrir þekktir menn, fulltrúar beggja stjórnmálaflokkanna, er alþingi sátu. Nöfn þeirra eru í stafrófsröð: Jóhannes Jóhannesson síðar bæjarfógeti í Rvík, Jón Magnússon síðar ráðherra, Lárus H. Bjarnason síðar hæstaréttardóm- ari, Skúli Thoroddsen ritstjóri í Rvík, Stefán Stefánsson skólameistari á Akur- eyri og Steingrímur Jónsson síðar bæjar- fógeti á Akureyri. Allir eru þcssir menn látnir, og það mikilvæga hlutverk, sem þeim var falið að vinna fyrir þjóð sína 1907 og þeir leystu samvizkusamlega af hendi árið eftir, væri Jrá illa launað í minningunni, ef engin hvöt er fundin til þess að skýra nútíma íslendingum hlutdrægnislaust frá starfi þeirra og þeim réttarbótum og ár- angri, sem þeim tókst að tryggja Islandi til handa með starfi sínu í millilanda- nefndinni 1908. Þar sátu á rökstólum 20 menn, 7 íslend-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.