Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1962, Side 51

Andvari - 01.04.1962, Side 51
ANDVAllI ÍSLAND Á KROSSGÖTUM 1908 49 ingar og 13 Danir, og í hópi hinna síðar- nefndu var forsætisráðherra Dana þá, J. C. Christensen, og aðrir áhrifamestu stjórnmálamenn þeirra tíma í Danmörku. Ekki verður til gagns fjallað svo um atburðina 1908, að ekki sé fyrst rakinn í stórum dráttum aðdragandi þeirra um hálfrar aldar skeið. Það rofaði ekki til í svartmyrkri ís- lenzkrar réttarstöðu fyrr en konungsein- veldið var afnumið í Danmörku 1849. Sá konungur, er því létti af, Friðrik 7., lýsti yfir í bréfi 23. september 1848, að enda þótt íslendingar væru kvaddir til setu á stjórnlagaþingi ríkisins, ,,þá sé það þó eigi ætlun Vor, að gjörð séu fullnaðar- ákvæði þau, er nauðsynleg kunna að vera vegna sérstöðu íslands, um stjórnskipu- lega stöðu landshluta þessa í ríkinu, fyrr en Islendingar sjálfir hafi fengið að láta í ljósi skoðun sína á málinu á fundi, er þar til skal haldinn í landinu sjálfu, og muni það sem nauðsynlegt er í þessu efni verða lagt fyrir alþingi á næstu reglu- legri samkomu þess.“ (Millil.n. 1908, 63). Þessi yfirlýsing konungsins, er einn gat skipað málum þá, var sá vonarneisti, sem Jón Sigurðsson og aðrir baráttumenn og frelsisverðir Islands á þeim tíma einblíndu á og ætluðu, að mundi verða upphaf að bættri réttarstöðu landsins. Sú von brást þó gersamlega, eins og fram kom strax á þjóðfundinum 1851, og þar með var auðsætt, að konungur Dana og íslendinga ætlaði ekki að afhenda al- þingi hluta þess valds, sem hann afsalaði sér, heldur skyldi valdið lagt í hendur ríkisþings Danmerkur. Islandi voru að vísu boðin fulltrúasæti á ríkisþingi Danmerkur, en eingöngu sem „óaðskiljanlegum hluta Danaveldis", eins og það var orðað síðar í hinum velþekktu ákvæðum svonefndra Stöðulaga, er ríkis- þingið setti íslandi 1871, en var mótmælt á alþingi sama ár. Sá tími, er í hönd fór, þegar svo dapur- lega horfði í málefnum Islands, reyndist samt einhver glæsilegasti viðreisnartími landsins í allri sögu þess, og risu þá úr ösku hinna smáðu réttinda menn með eldheitan frelsishug og dáðríka persónu- leika, hver af öðrum, og framfaramenn í atvinnu-, verzlunar- og fjármálum, jafnt og frelsismálum öðrum. Réttarstöðumál Islands voru tekin fyrir á alþingi þing eftir þing á tímabilinu frá 1867 til 1900, en þegar frá er skilin sérmála-stjórnarskráin 1874, sem almennt var glaðzt yfir, vegna þess að alþingi öðl- aðist löggjafarvald, en var áður aðeins ráðgefandi, varð engu verulegu ágengt til réttarbóta, fyrr en 1902—3, þegar sam- þykkt voru lögin um búsetu íslenzks ráð- herra á Islandi. Reyndist sú réttarbót hin merkasta og áhrifaríkust í sögu landsins, miðað við óbreytta réttarstöðu þess. Athafnasamt framfaratímabil fór þá í hönd undir stjórnarforsæti Hannesar Haf- steins frá 1. febrúar 1904. Þessu til stuðnings nægir að nefna stofnun Islandsbanka 1903 og lagningu sæsímans og landsímans 1906, þegar segja má, að klukkunni á íslandi hafi verið flýtt stórt stökk til samræmis við tímarás um- heimsins, svo að ísland gat fylgzt með tímanum óhindrað af veðrum og vega- lengdum og þróazt í örum vexti. Um athafnalífið skal látið nægja að upplýsa, að á sex árum, frá 1898 til 1904, jókst útflutningurinn úr 100 í 175, að verðmæti talið, og sjávarafurðir hækkuðu úr 60 í 72 hundraðshluta útflutnings- verðmætisins. Síminn ruddi samskiptum við aðrar þjóðir nýjar og greiðari brautir i verzlun og viðskiptum, og stórvirk nýtízku veiði- skip voru fengin til landsins. I kennslu- málum komu Fræðslulögin 1907. Engum þarf því að koma á óvart, þótt 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.