Andvari - 01.04.1962, Page 51
ANDVAllI
ÍSLAND Á KROSSGÖTUM 1908
49
ingar og 13 Danir, og í hópi hinna síðar-
nefndu var forsætisráðherra Dana þá,
J. C. Christensen, og aðrir áhrifamestu
stjórnmálamenn þeirra tíma í Danmörku.
Ekki verður til gagns fjallað svo um
atburðina 1908, að ekki sé fyrst rakinn
í stórum dráttum aðdragandi þeirra um
hálfrar aldar skeið.
Það rofaði ekki til í svartmyrkri ís-
lenzkrar réttarstöðu fyrr en konungsein-
veldið var afnumið í Danmörku 1849.
Sá konungur, er því létti af, Friðrik 7.,
lýsti yfir í bréfi 23. september 1848, að
enda þótt íslendingar væru kvaddir til
setu á stjórnlagaþingi ríkisins, ,,þá sé það
þó eigi ætlun Vor, að gjörð séu fullnaðar-
ákvæði þau, er nauðsynleg kunna að vera
vegna sérstöðu íslands, um stjórnskipu-
lega stöðu landshluta þessa í ríkinu, fyrr
en Islendingar sjálfir hafi fengið að láta
í ljósi skoðun sína á málinu á fundi, er
þar til skal haldinn í landinu sjálfu, og
muni það sem nauðsynlegt er í þessu
efni verða lagt fyrir alþingi á næstu reglu-
legri samkomu þess.“ (Millil.n. 1908, 63).
Þessi yfirlýsing konungsins, er einn gat
skipað málum þá, var sá vonarneisti, sem
Jón Sigurðsson og aðrir baráttumenn og
frelsisverðir Islands á þeim tíma einblíndu
á og ætluðu, að mundi verða upphaf að
bættri réttarstöðu landsins.
Sú von brást þó gersamlega, eins og
fram kom strax á þjóðfundinum 1851, og
þar með var auðsætt, að konungur Dana
og íslendinga ætlaði ekki að afhenda al-
þingi hluta þess valds, sem hann afsalaði
sér, heldur skyldi valdið lagt í hendur
ríkisþings Danmerkur.
Islandi voru að vísu boðin fulltrúasæti
á ríkisþingi Danmerkur, en eingöngu sem
„óaðskiljanlegum hluta Danaveldis", eins
og það var orðað síðar í hinum velþekktu
ákvæðum svonefndra Stöðulaga, er ríkis-
þingið setti íslandi 1871, en var mótmælt
á alþingi sama ár.
Sá tími, er í hönd fór, þegar svo dapur-
lega horfði í málefnum Islands, reyndist
samt einhver glæsilegasti viðreisnartími
landsins í allri sögu þess, og risu þá úr
ösku hinna smáðu réttinda menn með
eldheitan frelsishug og dáðríka persónu-
leika, hver af öðrum, og framfaramenn
í atvinnu-, verzlunar- og fjármálum, jafnt
og frelsismálum öðrum.
Réttarstöðumál Islands voru tekin fyrir
á alþingi þing eftir þing á tímabilinu frá
1867 til 1900, en þegar frá er skilin
sérmála-stjórnarskráin 1874, sem almennt
var glaðzt yfir, vegna þess að alþingi öðl-
aðist löggjafarvald, en var áður aðeins
ráðgefandi, varð engu verulegu ágengt til
réttarbóta, fyrr en 1902—3, þegar sam-
þykkt voru lögin um búsetu íslenzks ráð-
herra á Islandi.
Reyndist sú réttarbót hin merkasta og
áhrifaríkust í sögu landsins, miðað við
óbreytta réttarstöðu þess.
Athafnasamt framfaratímabil fór þá í
hönd undir stjórnarforsæti Hannesar Haf-
steins frá 1. febrúar 1904.
Þessu til stuðnings nægir að nefna
stofnun Islandsbanka 1903 og lagningu
sæsímans og landsímans 1906, þegar segja
má, að klukkunni á íslandi hafi verið flýtt
stórt stökk til samræmis við tímarás um-
heimsins, svo að ísland gat fylgzt með
tímanum óhindrað af veðrum og vega-
lengdum og þróazt í örum vexti.
Um athafnalífið skal látið nægja að
upplýsa, að á sex árum, frá 1898 til 1904,
jókst útflutningurinn úr 100 í 175, að
verðmæti talið, og sjávarafurðir hækkuðu
úr 60 í 72 hundraðshluta útflutnings-
verðmætisins.
Síminn ruddi samskiptum við aðrar
þjóðir nýjar og greiðari brautir i verzlun
og viðskiptum, og stórvirk nýtízku veiði-
skip voru fengin til landsins. I kennslu-
málum komu Fræðslulögin 1907.
Engum þarf því að koma á óvart, þótt
4