Andvari - 01.04.1962, Page 55
ANDVAR!
ÍSLAND Á KIIOSSGÖTUM 1908
53
Samninganefnd alþingis 1907 og fleiri íslendingar í Kaupmannahöfn.
Kaupfáni út á við varð sameiginlegt
mál í Uppkastinu, en sérmál í tillögunni.
Endurskoðunarfresturinn varS 25 ár í
stað 20 ára.
Utanríkismálum og hervörnum varð
ekki sagt upp með öðrum sameiginlegum
málum (sbr. 9. gr.), en þau höfð í Upp-
kastinu í tengslum við sameiginlegt kon-
ungssamband um óákveðinn tíma.
Umboði Danmerkur til að fara með
sameiginleg mál, einnig fyrir Islands
hönd, mátti breyta hvenær sem var með
lögum beggja löggjafarþinga, sbr. 6. gr.
Uppkastsins (eins og UppkastiÖ sjálft átti
að lögfestast).
Sams konar ákvæði var ekki í Sjö-
manna tillögunni, sbr. 4. gr.
Réttarstöðu íslands, eins og hún var í
raun og veru eftir ákvæðum og fram-
kvæmd Stöðulaganna, má líkja við hjá-
lendu að því leyti, að öllu var stjórnað
eins og ísland væri hreppur í Danmörku.
Málefni Islands voru í rauninni innan-
ríkismálefni Danmerkur.
„Þau voru eigi greind frá sams konar
dönskum málum, enda kom Island eigi
fram sem sjálfstæður eða sérstakur aðili
í viðskiptum við önnur ríki. Það var í
framkvæmdinni ófullvalda enda þótt það
hefði allríflega sjálfstjórn, enda töldu
Danir ísland einungis hluta af Dan-
merkurríki". (ÞjóÖréttarsamb.).
Þrátt fyrir margendurteknar fullyrð-
ingar íslendinga um að landið hafi að
réttum lögum verið fullvalda ríki síðan
Gamli sáttmáli var gerður, voru þær
raddir kveðnar niður alla tíð í Danmörku,
en skilmerkilegast með Stöðulögunum.
Engar breytingar gátu því orðið á réttar-
stöÖunni, fyrr en Danir tækju aftur yfir-
lýsingu Stöðulaganna.
Þetta var gert með Uppkastinu, um það