Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 60

Andvari - 01.04.1962, Page 60
58 ÁSGEIR ÞOIiSTEINSSON ANDVAUI skyldu vera uppsegjanleg. . . . Það er ómögulegt að kalla þá þjóð fullvalda, er eigi getur nokkru sinni fengið nokkur umráð yfir hermálum og utanríkismál- « um. 1 skýringum sínurn á einstökum atrið- um Uppkastsins, er hann fylgdi stjórnar- frumvarpinu úr hlaði á alþingi 1909, far- ast Hannesi I lafstein ráðherra orð á þessa leið (Alþt. 1909); „Það þarf ekki að skýra frá því, hvernig frumvarpið er til orðið. Texti þess er hinn sami eins og í frumvarpsuppkasti því, sem samhandslaganefndin eða réttara sagt ]%n hlutar hennar urðu ásáttir um, eftir að liinir dönsku nefndarmenn höfðu með mannúð og velvild slakað til í öllum meginatriðum í óskum og kröfum lslend- inga, eftir því sem ýtrast var unnt, ef kon- ungssambandið skyldi haldast. Munurinn er aðeins sá, að nú er upp- kastið orðið stjórnarfrumvarp, sem kon- ungurinn lætur leggja fyrir alþingi og ríkisþingið samtímis, og málið er nú cnd- anlega komið úr höndum sambandslaga- nefndarinnar og hennar manna til þing- anna og þeirra nefnda, sem þingin væntanlega setja til þess að íhuga það. Aðalbreyting frv., frá því sem nú er, er í stuttu máli þessi: I stað þess að stjórnskipun landsins, sú sem nú er í gildi, er byggð á ráðstöfun (delegation) af hálfu hins danska ríkis- valds á löggjöf og stjórn tiltekinna sér- mála í óaðskiljanlegum ríkishluta, verður stjórnarskipunin, ef þessi sambandslög verða samþykkt, eftirleiðis hyggð á ráð- stöfun íslands sjálfs, er það gerir sem sérstakt ríki um alla hagi sína, þar á meðal einnig um meðferð þeirra mála, sem í þessu sambandslagafrumvarpi eru talin sameiginleg og að meira eða minna leyti falin umsjá sambandslandsins fyrir Is- lands hönd. Það vald, sem dönsk stjórnarvöld fá til meðferðar í þeim málum, er léð þeim af íslandi. Þetta kemur og skýrt fram í frumvarpi því til nýrrar stjórnarskrár fyrir ísland sem ríki, sem fylgir sambandslaga- frumvarpinu frá stjórnarinnar hendi. Ég álít tilgangslaust fyrir mig að fjöl- yrða um þctta mál að svo stöddu. En áður en það fer til nefndar þeirrar, sem væntan- lega fær það til meðferðar, vil ég nefna nokkur atriði, sem hafa orðið fyrir mis- skilningi í umræðum um málið á undan þingkosningunum í haust, og skýra frá því, hvern skilning höfundar frumvarps- ins leggja í þau. 1. Fyrst eru orðin „er eigi verður af hendi látið" í 1. gr. frv. Þau hafa verið skilin svo sem í þeim felist einhver óbcin viðurkenning á rétti Dana yfir landinu. Þessi orð eru runnin frá Islendingum í nefndinni — öllum —, en ekki sett þar eftir ósk dönsku nefndarmannanna. Þau eru tekin eftir sambandslögum Svía og Norðmanna 1814, og tilgangurinn með þeim var að slá því föstu, að ísland væri ríki, en ekki eign eða hjálenda, sem Dan- mörk eða Danakonungur sem slíkur gæti ráðstafað. Þetta var sett og samþykkt, áður en við fengum framgengt eða viss- um, hvort við myndum geta fengið fram- gengt ýmsum öðrum ákvæðum, scm einnig slá þessu föstu, og merkir aðeins frekari áherzlu á orðunum „frjálst og sjálfstætt land“, sem á undan þeim eru. 2. Orðin „veldi Danakonungs“ og „det samlede Rige“ í danska textanum áttu að vera nýnefni um hið nýja samband milli Danmerkur og Islands. Tilgangur- inn var að finna annað heiti en hingað til hefur verið notað um Danmörku og ísland, annað en „den danske Stat“, sem Island eftir Stöðulögunum á að vera hluti af. Þetta er heiti á hinu nýja ríkjasam- bandi, en táknar ekki og hefir aldrei átt að tákna neins konar innlimun Islands í hið danska ríki, heldur þvert á móti.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.