Andvari - 01.04.1962, Page 75
ANDVARl
(JRÆNAR IIJÓLBÖRUR
73
En Runólfi bónda kynntist ég meira, því lionum fylgdi ég einu sinni á
oiustuvöll, — til brautargengis.
Fyrir vestan þetta ganrla timburhús, númer þrjátíu eða fjömtíu og eitthvað
á Vesturgötunni, var vandlega afgirtur svolítill lóðarblettur, svo sem eins og
sex álna breiður, senr tilheyrði húseigninni. Bletturinn var jafnlangur og húsið
var breitt. Umhyggjusamlega var hann varslaður, þessi blettur, og sá hluti hans
sem að götunni sneri, girtur með bárujárni mannhæðarháu, en annarsstaðar
var látin nægja sterk rimlagirðing úr tré og rimlamir telgdir upp í flugbeitta
titti. — Ekki árennilegt fyrir stráka að klofa þar yfir. Á horninu, þar senr
mættust bárujám og rirnlar, var grind á hjörurn, stundum var hún læst með
hengilás, stundum ekki.
Ég liélt í fyrstu að á þessuni bletti lilyti að vera ungur trjágróður í upp-
vexti, hlúður mjúkum höndum, varinn af natni og alúð. En þegar ég gætti
betur að, þá sá ég, mér til undrunar, að þar var ekkert slíkt, engin trjáplanta
að berjast til vaxtar, enginn ribs- eða sólberjarunni, ekkert beð fyrir sumarblóm
eða önnur blóm, ekkert nema gras, grár þykkur sinuflóki, og upp úr bonurn
vorsins fyrstu strá að teygja brodda sína og — jú, bíðum við, þarna hvolfdu í
einu borninu grænmálaðar hjólbörur og hafði verið rennt undir þær planka-
búturn svo þær lægju ekki við jörð.
Það var á einum sunnudegi, eftir hádegið, að ég var á einhverju slangri
kringum húsið og varð þá gengið niður með plankagirðingunni, hinni oddhvössu.
Sá ég þá að Runólfur gamli, eigandi hússins, sat á grænu hjólbörunum og lét
sólina verma sig. Hann var í snjáðum en hreinlegum bláleitum jakkafötum úr
einhverju þykku efni. Húfuna sína, nýlega, gráa derhúfu, hafði hann lagt á
liné sér og sólargeislamir dönsuðu glannalega á drifhvítum skallanum. Þetta
var þybbinn karl, dálítið lotinn í herðum, stutt, grátt alskeggið huldi munn-
svipinn að mestu, en mig grunaði að gamlir hörkudrættir lægju þar í leyni
undir flókanum. Augun, undir stómm, loðnum brúnum, vom dálítið rauð-
sprengd, dálítið þreytuleg, dálítið grimrn. Þó var yfir þessum augum og þessu
hrukkótta enni svipur þess drengskaparmanns, sem aldrei gengur viljandi á
rétt annarra, en leyfir beldur engum að troða sér um tær. Þar sem hann sat
þarna sýndist hann niðursokkinn í að virða fyrir sér stórar og loðnar vinnu-
hendur sínar, eins og hann vildi spyrja þær: — hví emð þið hér? — hvað hafið
þið gjört?
Ég hallaði mér fram á sárhvöss tippin í rimlagirðingunni, eins og indverskur
fakír á gaddabedda, og tók að glápa á gamla manninn. Ég var að reyna að koma
því fyrir mig, hver eða livað það væri, sem hann minnti mig á. Hann minnti
mig á eitthvað sérstakt, það var ég viss um. Elvar hafði ég séð þessar hrukkur