Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 76

Andvari - 01.04.1962, Page 76
74 GUÐMUNDUR BÖDVARSSON ANDVAltl kringum augun og á hvörmunum, hvar þessa cluldu athygli í augunum, sem sýndist sofa en var þó vakandi, í hvers svip hafði ég áður séð þetta sambland af þægð og þrjózku, íofið einhverri óútskýranlegri löngun, — einhvers staðar hafði ég séð þetta áður, og einmitt í svona algjörri kyrrstöðu og athafnaleysi, eins og það birtist í Rúnka gamla þar sem hann sat þarna á hjólbörunum. Þá lyfti hann höfði í svip og leit við mér á þann hátt sem litið er við mein- lausum fávitum, sem enginn skiptir sér af og sjálfir skipta sér ekki af neinu, síðan tók hann aftur að stara á hendur sér í þumbaraskap. En mér lá við að kippast til á gaddabeddanum þegar hann leit upp, því nú vissi ég það, nú vissi ég hvar ég hafði séð hann áður. — Dreyri gamli, datt mér í hug, Stroku-Rauður, sem sumir kölluðu, blessaður gamli dráttarklárinn heima, sem alltaf strauk til æskustöðvanna einu sinni á hverju vori. Mér varð svo ljóslifandi í minni að ég kom einu sinni til hrossanna í hag- anum. Það var logn og það var kvöld á vori. llnghrossin voru með stjákl og hnotabit og vildu auðsjáanlega koma öllu í uppþot og eltingar, — ég átti ein- mitt erindi við eitt þeirra. Þá varð mér litið á Dreyra gamla, því hann tók ekki þátt í óróanum en stóð og hengdi haus, svo óumræðilega afskiptálaus og ósnort- inn af galsa lélaga sinna, að furða var að sjá. En í hálfluktum augum lians brann einhver dreymin glóð, sem ég áttaði mig ekki á, einhver innhverf skyggni, ef ég mætti svo segja. — Morguninn eftir var hann farinn. — Og nú sýndist mér hann sitja þarna á grænum hjólbörum. — Og það var logn og það var vor í loftinu. Ég sagði við Runólf gamla upp úr þögninni: — Þú hefur ekki slegið túnið í fvrrasumar. — Eg hafði aldrei talað við hann áður. — Elann hrökk við og leit J ö O við mér argur: — Ekki slegið túnið? Hvaða helvítis tún? Llm hvað ertu að þrugla? — Blettinn, sagði ég. 7 O Ö Það hnussaði í honum: Éld þau megi lifa og drepast í friði þessi strá. — En börumar? spurði ég. — Börurnar, át hann eftir, tortryggnin uppmáluð, — hvað er um þær, hvað viltu með þær? — Ja, hvað gerirðu við þær? — Hann gegndi mér engu. — Þær eru svo nýjar og fallegar, ítrekaði ég, — hefurðu smíðað þær sjálfur? — Óekkí, drundi í karli, — fjandakomið ég hef smíðað. — En annaðhvort er, sagði ég og vildi ekki sleppa af honum takinu, þrátt fyrir þykkskinnunginn, — að börumar em svo til nýjar, eða þá að þú geymir þær eins og livern annan minjagrip síðan þú varst bóndi fyrir austan fjall. Og þá tók eins og að bjarma fyrir ofurlitlu af félagslund í augurn Rúnka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.