Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 88

Andvari - 01.04.1962, Page 88
86 JÓN ÞÓRARINSSON ANDVARI sem hann hafði eitt sinn afskræmt svo furðulega, í sínurn háleita einfaldleik; engri nótu, engri áherzlu var aukið við upphaflega hugmynd tónskáldsins. Það var andi Beethovens, særður fram af snillingnum, sem talaði til okkar. Við sátum hljóðir og titrandi, og þcgar síð- asti hljómurinn var dáinn út, mælti eng- inn orð af vörum, — við vorum með tárin í augunum." Sjálfur fór Liszt síðar svofelldum orð- um um álit sitt á áheyrendum sínum í bréfi til rithöfundarins George Sand (sem réttu nafni hét Marie Aurorc Dudevant og var um árabil fylgikona Chopins): ,,Ef tónskáld er jafnframt sinn eigin túlkandi, hversu sjaldan er það ekki, að hann mæti skilningi? Hversu oft er það ekki, að hann opinberar innstu kenndir sínar köldum og sljóum áheyrendum? . . . Mér hefir oft verið sagt, að ég hefði sízt allra listamanna ástæðu til að kvarta um þetta, því að allt frá bernsku hafi ég notið meiri vinsælda en verðleikar mínir og vonir stóðu til. Rétt er það; en hávær fagnaðar- lætin hafa á sársaukafullan hátt sannfært mig um það, að þar er fremur um að ræða óskýranlega duttlunga tízkunnar og virðingu fyrir frægum nöfnum og viss- um túlkunarhæfileikum heldur en raun- verulega tilfinningu fyrir sannleik og fegurð. Fyrir þessu eru meira en nógar sannanir. Meðan ég var barn, lék ég oft ýmis hrekkjabrögð að gamni mínu, og það brást aldrei, að áheyrendur gengju í gildruna. Til dæmis spilaði ég stundum sama lagið ýmist sem verk Beethovens, Czernys eða mitt eigið. Þegar það var kynnt sem mitt verk, voru móttökurnar mjög örvandi. „Það er alls ekki slæmt eftir aldri," sögðu þeir. Ef það var eignað Czerny, hlustuðu þeir varla á það, en ef það var flutt undir nafni Beethovens, tók allur söfnuðurinn þátt í fagnaðaróp- vinum," Þegar Liszt var 22 ára gamall, kynnt- ist hann Marie greifafrú d’AgouIt. Hún var sex árum eldri en hann, af frönskum og þýzkum ættum, fædd í Þýzkalandi en alin upp í Frakklandi. Hún hafði ung gifzt Charles greifa d’Agoult, sem var liðsforingi í riddaraliði Napóleons og fimmtán árum eldri en hún. Litlar ástir tókust með þeim. Ilestar og fjárhættu- spil voru helztu áhugaefni greifans, en frúin var rithöfundur, og margir helztu lista- og andans menn samtímans voru tíðir gestir á heimili hennar i París. Fyrst í stað virðist Liszt hafa fundið mjög til stéttarmunar þeirra og síður en svo reynt að draga úr honum. En svo fór, að ástir tókust með þeirn, og fylgdust þau síðan að lengst af í tíu ár og áttu þrjú börn, tvær dætur og einn son. Yngri dóttirin var Cosima, sem fyrst var gift hljórn- sveitarstjóranum fræga Hans von Búlow, en hljópst brott frá honum til að taka upp sambúð með Richard Wagner. Mikið ástríki sýnist hafa verið með Liszt og greifafrúnni í fyrstu, en smám saman kólnaði það, enda mun Liszt ckki hafa verið við eina fjöl felldur í ásta- málum. Snemma á árinu 1838 flóði Dóná yfir bakka sína og olli óhemju tjóni og hung- ursneyð í Llngverjalandi. Þá hafði Liszt dvalizt á Ítalíu um tveggja ára skeið ásaint fylgikonu sinni, en tók sig nú upp og fór til Vínarborgar til tónleikahalds til styrktar aðþrcngdum löndum sínum. Mikið fé kom inn á þessum tónleikum, og var þetta ekki í eina skipti, sem Liszt var stórgjöfull. En segja má, að þessir tón- leikar mörkuðu þáttaskil í ævi hans, því að upp frá þessu hóf hann hinn eiginlega feril sinn sem „umreisandi" hljóðfæra- snillingur. Einna fyrst lagði hann leið sína til ættlands síns, og var honum fagnað þar sem þjóðhöfðingi væri. Síðan ferðaðist hann um Evrópu þvera og endi-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.