Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Síða 89

Andvari - 01.04.1962, Síða 89
ANDVARI FRANZ LISZT 87 langa á næstu árum og hafði óhcmjulegar tekjur af tónleikum sínum. Eftir aS [icssi stöðugu ferðalög hófust, fækkaði að sjálfsögðu fundum þcirra Liszts og d’Agoult greifafrúar, en frúin bjó með móSur Liszts í París, og bréfa- samband höfSu þau stöSugt næstu ár. En 1844 lauk sambandi þeirra aS fullu og öllu. Og 1846 kom frúin fram hefnd- um á Liszt, sem honum munu hafa sviSiS ævilangt. Þá kom út skáldsagan Nélida eftir Daniel Stern, en þaS var rithöfundar- nafn greifafrúarinnar. Bókin er í raun- inni lítt dulbúinn þáttur úr sjálfsævi- sögu frúarinnar, og þar eru hinar veikari liliðar Liszts og hin óviðfelldnari skap- gerSareinkenni hans dregin ljósum og miskunnarlausum dráttum. Fundum þeirra Liszts og Schumanns bar saman í Dresden 1840. Schumann skrifar um tónleika hans í tímarit sitt, Neue Zeitschrift fiir Musik, og lýsir mjög sterkum orSum áhrifum Liszts á áheyr- endur sína. Hann bætir viS: „Þctta er ekki lengur píanóleikur einnar eSa ann- arrar tegundar; hér tjáir sig djarfur per- sónuleiki, sem örlögin hafa gefiS vald listarinnar í staS vopnavalds til þess aS sigra og drottna." En í hréfi til Clöru Wieck, sem Schumann hafSi lengi veriS heithundinn og gekk aS eiga síSar þetta sama ár, segir hann: „ViS erum þegar orSnir talsvert ókurteisir hvor viS annan, og ég hefi oft ástæSu til bess, því aS hann er allt of duttlungafullur, og honum hefir veriS spillt meS dekri í Vín.“ Hér sem oftar mun Schumann liafa fariS allnærri hví sanna. Því verSur ekki neitaS, aS lýShyllin steig snillingnum til höfuSs um tíma. Hann barst mikiS á, ferðaSist í sér9tökum vagni, þat sem fyrir var komiS stofu, svefnherbergi og eldhúsi, og þjón hafSi hann, sem annaS- ist hann að öllu leyti. SundurgerSin í klæSahurSi mun ekki hafa veriS minni, ef trúa má því, sem fært er í frásögur, aS í fataskáp hans hafi veriS ekki færri en 360 slifsi. Og því meiri náSar, sem hann naut hjá höfSingjunum, því stærri upp á sig varS hann gagnvart þeim. Þegar LúSvík konungur af Bajaralandi rýndi áhuga fyrir daSurdrósinni Lolu Montez, sem unr þaS leyti var vinkona Liszts, neitaSi hann aS bjóSa konunginum, keppinaut sínum, á tónleika sína í Munchen. A Spáni vildi hann ekki spila fyrir fsabellu drottningu, vegna þess aS spánskir hirSsiSir leyfðu ekki persónu- lega umgengni milli konungs píanóleik- aranna og drottningar Spánar. Þegar hon- um var sagt, að Rússakeisari hefSi látið í ljós óánægju meS hárið á lionum og stjórnmálaskoðanir hans, náði hann sér niðri á sinn hátt: Á næstu tónleikum hélt keisarinn áfram að tala viS sessunaut sinn, eftir að Liszt var farinn að spila. Hann hætti og beiS með hneigðu höfði. Keisarinn leit á hann og spurði, hví hann héldi ekki áfram að spila. „Jafnvel sjálf tónlistin," svaraSi Liszt, „ætti að þegja, þegar Nikulás talar.“ Það er ekki að furða, þótt slíkur maður yrði þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, — meira að segja á ungum aldri. Minni sögum hefir fariS af margvíslegum mann- úðarverkum hans og stórum fjárframlög- um til menningar- og líknarmála. Um mörg slík mál tók hann forystu, en öðr- um léði hann rausnarlega liS, og enginn var jafn óþreytandi og hann í greiðasemi og stuðningi við unga listamenn og þá, sem erfitt áttu uppdráttar. En Liszt þreyttist brátt á þessu lífi, og sennilega hefir það verið honum ógeðfellt undir niðri alla tíð. Árið 1847 ákvað hann að takast á hendur stöðu, sem hon- um hafði verið boðin og fól í sér stjórn allra tónlistarmála í borginni Wejmar í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.