Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1962, Side 91

Andvari - 01.04.1962, Side 91
ANDVAIU FRANZ LISZT 89 fjögur mikil tónskáld með ólík sjónarmið og viÖhorf, stóðu allir í mikilli þakkar- skuld við hann. Einkum er aðdáunar- verð ósérplægni Liszts í skiptum þeirra Wagners. Þeir höfðu hitzt í París 1842, en nú tókst mcð þeim vinátta, sem hélzt þar til Wagner lézt 1883, þótt stundum reyndi mjög á hana. Liszt liðsinnti Wagner fjárhagslega, hvenær sem hann fékk því við komið, og voru óskir Wagners um slíkan stuðning næsta tíðar og ekki alltaf mjög hófsamlegar. Með stuttu millibili flutti Liszt í Weimar þrjár af óperum Wagners, og þótti það þá nokkuð mikið í ráðizt og ekki vænlegt til vinsælda. Þegar Wagner varð að flýja frá Dresden eftir uppreisnina 1848, skaut Liszt yfir hann skjólshúsi til bráðabirgÖa og hjálpaði honum síðan til að komast til Sviss, þar sem Wagner fékk griðland. Wagner var ekki mjög þakklátur maður að eðlisfari og þótti yfirleitt sjálfsagt og naumast umtalsvert, þótt hlaupið væri undir bagga með honum, þegar hann taldi sig þurfa. Þó verður séð af bréfum hans, að hann var ekki með öllu ósnort- inn af fómarlund Liszts og höfðingsskap. Þegar fram í sótti, þótti Liszt hann ekki geta áorkaÖ eins miklu í Weimar fyrir hina nýju tónlist og hann hefði viljað. Nýr stórhertogi hafði setzt á valda- stól 1853, og eftir það átti Liszt meir undir högg að sækja að koma sínum málum fram en áður hafði verið. Ymsir árekstrar urðu til þess, að hann sagði lausri stöðu sinni í Weimar í árslok 1858, en var þar þó enn við loÖandi um hríð. Aöstaða Liszts um þessar mundir var ekki öfundsverÖ. Hann hafði af alhug leitazt við að Ijá hinni nýju tónlist braut- argengi og stutt ungu tónskáldin með ráðum og dáð. Þetta hafði ekki einungis kostað hann stöðuna í Weimar heldur einnig orÖið til að haka honum andúð og jafnvel fullan fjandskap hinna íhalds- samari afla í tónlistarheiminum. Og eitt tónskáld hafði að mestu orÖið út undan í baráttu hans fyrir nýju tónlistinni — hann sjálfur. Sínum eigin verkum hélt hann lítt á loft, enda mun mega segja, að fá eða engin af merkustu verkum hans hafi verið metin að verðleikum meðan hann lifði. Sumarið 1860 fór Karolyne prinsessa til Rómar, og var erindi hennar að fá leyfi páfa til skilnaðar frá manni sínum. Idún taldi, að þetta hefði tekizt, og var brúðkaup þeirra Liszts ákveðið 22. októ- ber 1861, á 50 ára afmælisdegi Liszts. En kvöldiÖ áður en brúðkaupið skyldi fara fram barst prinsessunni bréf úr páfa- garði, þar sem henni var tjáð, að páfi vildi rannsaka mál hennar betur, og gæti því ekki orðið af brúökaupinu eins og ráðgert hafði verið. Prinsessan mun hafa tekið þetta sem bendingu æðri máttar- valda, og eftir þetta kom aldrei til greina hjónaband með þeim Liszt, ekki heldur þegar Wittgenstein prins andaðist, þrem árum síðar. Eftir þctta drógu þau sig bæði í hlé frá umheiminum og helguðu sig að mestu því trúarlífi, sem báðum hafði lengi verið hugstætt. Prinsessan lokaði sig inni og byrjaði á ritverki, sem alls varð 24 stór bindi, um uppbyggingu og ytri veikleika kaþólsku kirkjunnar. Liszt hafðist við í munkaklefa, þar sem dýrlingamvndir voru eina híbýlaprýðin og skrifborð og gamalt píanó einu húsgögnin. Hann sótti daglega messu, en ekki mun hann þó með öllu hafa snúið baki við heimsins lysti- semdum. Hinn 25. apríl 1865 tók hann hina fyrstu af fjórum minni háttar prestvígsl- um kaþólsku kirkjunnar, þáði af páfan- um nafnbótina „abbé“ og gekk jafnan í prestsskrúða eftir það. Þessar vígslur voru þó ekki meiri en svo, að honum var ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.