Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 92

Andvari - 01.04.1962, Page 92
90 JÓN ÞÓRARINSSON ANDVAIII lcyft að syngja messu eða hlýða skrifta- málum, og heimilt var honum að leggja frá sér prestsskrúðann og kvænast, ef hon- um sýndist svo. En næstu fjögur ár skipti Liszt tíma sínum milli trúariðkana, bréfa- skrifta og tónsmíða. Frá þessum tíma eru mcrkustu kirkjutónverk hans. En munklífi mun ekki hafa látið hon- um til lengdar, þrátt fyrir einlæga trú- hncigð hans. Þegar stórhertoginn í Weimar fór þess á leit 1869, að hann dveldist þar við kennslu og önnur tón- listarstörf nokkra mánuði árlega, varð hann við þeirri ósk. Eftir það var hann að jafnaði í Weimar á sumrin en í Róm á veturna, og einhvern tíma á ári hverju dvaldist hann í Búdapest, því að landar hans liöfðu í heiðursskyni gert hann að forseta tónlistarakademíunnar þar í borg. Bæði í Weimar og Búdapest kenndi hann endurgjaldslaust, og mikill fjöldi hinna efnilegustu píanóleikara sótti til hans á háðum stöðum. Árið 1886 fór Liszt til Parísar og London. Hann hélt ekki opinbera tón- leika í þeirri ferð en þakkaði stundum fyrir margvíslegan liciður, sem honum var sýndur, með því að grípa í hljóðfæri. Ef marka má frásagnir þeirra, sem til hans heyrðu, virðist hann þá enn hafa ráðið yfir sínum gömlu töfrum, þótt hann væri nú að verða hálf-áttræður að aldri. I bakaleið hafði hann viðkomu á ýms- um stöðum, en kom loks til Bayreuth í Þýzkalandi, þar sem hátíðaleikhús Wagners hafði verið vígt 1876, en þar var nú Cosima Wagner, dóttir Liszts, hæstráÖandi, eftir að Wagner lézt 1883. Hann mun hafa ofkælzt á leiðinni til Bayreuth, en var þó viðstaddur þar tvær óperusýningar, þrátt fyrir bann læknis- ins, sem stundaði hann. Nokkrum dög- um síÖar var hann heltekinn af lungna- bólgu, sem dró hann til dauða að kvöldi 31. júlí. Þegar fréttin urn lát Liszts barst Karo- lyne prinsessu, sleit hún öllu sambandi við umheiminn. Sjö mánuðum síðar lauk hún hinu mikla riti sínu, sem hún hafði starfað að í aldarfjórðung, og hálfum mánuði þar frá fannst hún látin í rúmi sínu, í marz 1887. Tónverk Franz Liszts eru eins ólík að efni og búningi og persónuleiki hans var margbrotinn. Eldri verk hans, frá þeim tíma, þegar lýðhyllin var keppikefli hans, bera þess merki, að þeirn er ætlað að ná til fjöldans, og meðölin þá ekki alltaf vönduð sem bezt. Þau eru ldaðin margs- konar skrauti og flúri, sem er til þess eins fallið að sýna fingrafimi túlkandans og slá glýju á augu aðdáenda hans. Þessi íburður er stundum svo mikill, að hug- myndirnar sjálfar — slíkar sem þær kunna að vera — eru ofurliÖi bormr, enda næstum aukaatriði í slíkri tónlist. Liszt er hér raunar hvorki betri né verri en fjöldinn allur af fyrirrennurum hans, samtímamönnum og eftirkomendum, nema að því leyti sem hann var siálfur meiri hljóðfærasnillingur en beir flestir eða allir, og þekkti að sama skapi betur og kunni að notfæra sér þau listbrögð, sem tiltæk voru. Þótt tónlistargildi þessara verka margra hverra sé lítiö sem ekkert, hafa þau sarnt haft verulega og varan- lega þýðingu á þann hátt, að í þeim hefir hljóðfæratæknin þróazt, og rnörg þau tæknibrögð, sem þar hefir verið beitt í hégómlegum og lítilsverðum tilgangi, hafa síÖar verið tekin til merkari nota í veigameiri verkum. Á sviði píanótónlist- arinnar var Liszt hér einn hinn mesti brautryðjandi, og mun naumast nokkurt tónskáld síÖustu hundrað ára vera laust við áhrif hans að þessu leyti. Mjög mörg tónverk Liszts teljast til svo nefndrar „prógram"-tónlistar. Þau styðjast við skáldlegar eða hókmenntn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.