Andvari - 01.04.1962, Side 95
ANDVARI
UM HELJARSLÓÐARORUSTU
93
ari, og í Kevelaer orti hann sum beztu
kvæði sín. En til lengdar undi hann ekki
þessu lífi. Það var ólíkt því, sem hann
átti að venjast, þar var enginn íslending-
ur, og kom þar að lokum, að Gröndal tók
sig upp og flutti til Louvain í Belgíu,
því að þar var Ólafur frændi hans að
húa sig undir doktorspróf. Stúdentar í
Louvain lifðu í sukki og svalli, og segir
Gröndal, að þar hafi verið samsafn af
„ómögulegum súbjektum". Tóku þeir
frændur nokkurn þátt í bílífi þessu, en
þótti þó nóg um. Gröndal kom til Louvain
vorið 1859.
II
En um þetta leyti voru stór tíðindi að
gerast í Evrópu. Napóleon 3. Frakka-
keisari hafði lofað ítölum og Sardiníu-
mönnum því 1858 að hjálpa þeim til að
reka Austurríkismenn burt úr Langbarða-
landi. Til endurgjalds átti Frakkland að
fá Savoyen og Nizza, og enn fremur var
það til skilið, að prins Jerome Napoleon,
frændi keisarans, skyldi fá Clotilde dóttur
Victors Emanúels Sardiníukonungs. Eng-
land beitti sér mjög eindregið á móti
styrjöld þeirri, scm þarna var í aðsigi, en
það kom fyrir ekki, stríðið brauzt út og
lauk þannig, að her Frans Jósefs Austur-
ríkiskeisara laut í lægra haldi fyrir her-
sveitum Frakka og Itala. Þetta leiddi síðar
til sameiningar og endurreisnar Ítalíu.
Urslitaorustan í þessari styrjöld stóð 24.
júní 1859 nálægt þorpinu Solferino á
Langbarðalandi. Var þar barizt lengi dags
í glóandi sólarhita og féll ógrynni liðs, um
30.000 manns. Þessum skelfilega degi lauk
með því, að á brast hræðilegt þrumuveður
með ofsaroki og hagléli, en Napoleon
hélt velli, þó að hann hefði látið lið fleira.
Þótti þessi orusta hafa verið hryllilegri en
dæmi voru til, enda má nokkuð marka
það af því, að af henni leiddi stofnun
Rauða krossins. Nokkrum dögum eftir
orustuna samdi Napolcon frið við Frans
Jósef, og kom það mönnum mjög á óvart.
Það má nærri geta, að ekki hefur
annað verið tíðræddara í blöðum og
marrna á meðal í Vestur-Evrópu þessa
dagana en þessir stórviðburðir, og hefur
þá oft borið á góma hjá hinum róstu-
sömu stúdcntum í Louvain.
Um þetta segir Gröndal í ævisögu sinni,
Dægradvöh „Um þetta leyti var stríðið
milli Frakka og Austurríkismanna á Ítalíu;
þá voru allir hrifnir af Napoleon 3ja, og
ég líka. Þá gerði ég Heljarslóðarorrust-
una og datt mér mest af henni í hug á
meðan við vorum að neyta miðdegis-
verðar; kom þá stundum að mér hlátur,
svo að þeir héldu, að ég væri ekki með
öllum mjalla; en síðan ritaði ég upp og
las Ólafi jafnóðum og lilógum við þá
allmikið" (bls. 238). Þarna skýrir Grön-
dal skilmerkilega frá ytra tilefni þess, að
hann setti saman Söguna af I Ieljarslóðar-
orrustu, en sjálf ber hún þessu einnig
ærið vitni. Heljarslóðarorusta er orustan
mikla við Solferino, og konungafólk það,
sem við söguna kemur, eru furstarnir,
sem riðnir voru við ófriðinn, enda nefndir
réttum nöfnum. Þar eru Napoleon 3. og
Evgenía keisarafrú, Napóleon keisara-
frændi, Frans Jósef, Victoria Englands-
drottning, Victor Emanúel og Clotilde
dóttir hans. Aðalviðburðir sögunnar eiga
líka rót sína að rekja til réttra, sögulegra
staðreynda. Napoleon fer í stríðið lyrir
bænir Langbarða, sem vilja ekki búa við
áþján Austurríkismanna, Frans Jósel á
við örðugan fjárhag að stríða og hefur
mcsta stoð af Metternich Victoria reynir
að koma í veg fyrir ófriðinn, m. a. með
því að minna Napóleon á forna vináttu,
Napoleon keisarafrændi fær Klóthildar,
orustan sjálf, sigur Napóleons og loks
óvæntir friðarsamningar milli keisaranna.
Allt er þetta sögulega rétt.
Nokkrir stjórnmálamenn eru einnig