Andvari - 01.04.1962, Side 98
96
KRISTJÁN ELDJÁRN
ANDVARl
inn „því hún borðar ævinlega litla skatt".
En í Heljarslóðarorustu er Frans Jósef
einmitt að taka litla skattinn, þegar
Metternich kemur til Vínar. Þetta kann
að þykja smásmugulegt dærni um bók-
menntatengsl, enda eru önnur til, sem
greinilegri eru. I Gamanbréfinu segir
maðurinn drottningarinnar: „Ég verð að
flýta mér að láta fara að sækja hestana",
„Gerðu það,“ sagði hún. Þetta stuttara-
lega, óvænta tilsvar notar Gröndal tvívegis
í Ileljarslóðarorustu. „Þá fór Evgenía á
knén fyrst og sagði: „Já, ég ætla 'að klæða
mig fyrst og fylgja þér á leið.“ „Gerðu
það,“ sagði Napóleon. Hitt dæmið er þó
enn betra. Þegar Napóleon keisarafrændi
sér Klóthildi, hvíslar hann að keisaran-
um: „Það sver ég, að ég skal þessa konu
eiga, eða enga að öðrum kosti.“ „Gerðu
það,“ hvíslaði keisarinn að honum aftur.
Jónas segir í Gamanbréfinu um stýrið
á drottningarskipinu, að það sé „silfur-
stýri og leikur í hendi manns". Þetta cr
vafalaust ástæðan til þess, að Gröndal
segir um stýrið á skipi Napoleons: „sá
stjórnvölur var svo liðugur, að hann lék,
ef á var andað". Þetta er skemmtilegt
atriði, af því að það sýnir svo vel muninn
á Gamanbréfinu og Heljarslóðarorustu,
á Jónasi og Gröndal. Jónas er miklu
látlausari í lýsingu sinni, frásögn hans
cr hógværari. En samanburður sá, sem
hér hefur verið gerður, sýnir til fulln-
ustu það, sem fyrirfram mátti heita
sjálfsagt, að Gröndal hefur orðið fyrir
áhrifum frá Gamanbréfinu og þaðan er
sú hugmynd að klæða hátignirnar í
bóndagervi. En annars notar Gröndal
þessa tækni ekki ýkja mikið og hvergi
samfellt eins og Jónas. Hún kemur
langmest fram í fyrri hluta 2. kafla, sem
segir frá því er Napóleon og Evgenía
eru að klæða sig morguninn sem hann
fer í stríðið. Þar er háttalag og orðfæri
keisarahjónanna upp á rétta og slétta
bændavísu. En þegar lengra dregur fram
í kaflann, hverfur þessi íslenzka sveita-
mennska fyrir íburðarmikilli viðhöfn í
riddarasagna stíl. Svipað má segja um 4.
kafla. Lýsingin á Frans Jósef og Metter-
nich er töluvert sveitamannaleg, og Gudda
ráðskona Metternichs er alíslenzk, en það
Hður ekki á löngu áður en sagan er orðin
að hrcinni fornaldarsögu mcð haugbroti
og hvers konar býsnum. 1 öðrum köflum
sögunnar er nokkrum sinnum brugðið
upp myndum úr íslenzku sveitalífi, eins
og þegar talað er um hlaðbrekkuna fyrir
framan Parísarborg, kýrin Djúnka dettur
ofan í mógröf í Ardennerfjöllum og
Gudda ráðskona er úti á túni að berja,
þegar Hjörleifur ætlar að taka hana. En
sveitabragurinn er hvergi drottnandi
nema í upphafi 2. kafla, enda minnir hann
mest á Gamanbréf Jónasar allra kafla
Heljarslóðarorustu. Hann er einna hóg-
værastur, þó að þar séu vitanlega margar
tiktúrur, sem sverja sig í ætt Gröndals,
en eru ólíkar Jónasi. Það er líka gaman
að veita því athygli, að þarna notar
Gröndal efnisatriði, sem hann hafði áður
leikið sér að. Á öðru Hafnarári sínu
1848 samdi hann leikrit, sem heitir
Föðnrland og móðurland. Hefst 3. þátt-
ur þess á Olympstindi, þar sem Seifur
og Hera liggja í hvílu sinni og talast
við. Minnir þetta mjög á morgunstund
þeirra Napoleons og Evgeníu. Ég gæti
vel trúað, að Gröndal hafi skrifað 2.
kafla Heljarslóðarorustu fyrst og þá haft
Gamanbréfið í huga, en komizt von
bráðar út úr anda þess og yfir í þann
hástemmda fornaldar- og riddarasagna-
stíl, sem er hinn sanni Heljarslóðarorustu-
stíll.
Gröndal hefur geysilegt vald yfir þess-
um stíl. I æsku hefur hann heillazt af
íburði og rómantík hinna gömlu sagna,
enda segir hann í Dægradvöl: „Forn-
aklarsögur lásum við hvað eftir annað,