Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.04.1962, Qupperneq 98

Andvari - 01.04.1962, Qupperneq 98
96 KRISTJÁN ELDJÁRN ANDVARl inn „því hún borðar ævinlega litla skatt". En í Heljarslóðarorustu er Frans Jósef einmitt að taka litla skattinn, þegar Metternich kemur til Vínar. Þetta kann að þykja smásmugulegt dærni um bók- menntatengsl, enda eru önnur til, sem greinilegri eru. I Gamanbréfinu segir maðurinn drottningarinnar: „Ég verð að flýta mér að láta fara að sækja hestana", „Gerðu það,“ sagði hún. Þetta stuttara- lega, óvænta tilsvar notar Gröndal tvívegis í Ileljarslóðarorustu. „Þá fór Evgenía á knén fyrst og sagði: „Já, ég ætla 'að klæða mig fyrst og fylgja þér á leið.“ „Gerðu það,“ sagði Napóleon. Hitt dæmið er þó enn betra. Þegar Napóleon keisarafrændi sér Klóthildi, hvíslar hann að keisaran- um: „Það sver ég, að ég skal þessa konu eiga, eða enga að öðrum kosti.“ „Gerðu það,“ hvíslaði keisarinn að honum aftur. Jónas segir í Gamanbréfinu um stýrið á drottningarskipinu, að það sé „silfur- stýri og leikur í hendi manns". Þetta cr vafalaust ástæðan til þess, að Gröndal segir um stýrið á skipi Napoleons: „sá stjórnvölur var svo liðugur, að hann lék, ef á var andað". Þetta er skemmtilegt atriði, af því að það sýnir svo vel muninn á Gamanbréfinu og Heljarslóðarorustu, á Jónasi og Gröndal. Jónas er miklu látlausari í lýsingu sinni, frásögn hans cr hógværari. En samanburður sá, sem hér hefur verið gerður, sýnir til fulln- ustu það, sem fyrirfram mátti heita sjálfsagt, að Gröndal hefur orðið fyrir áhrifum frá Gamanbréfinu og þaðan er sú hugmynd að klæða hátignirnar í bóndagervi. En annars notar Gröndal þessa tækni ekki ýkja mikið og hvergi samfellt eins og Jónas. Hún kemur langmest fram í fyrri hluta 2. kafla, sem segir frá því er Napóleon og Evgenía eru að klæða sig morguninn sem hann fer í stríðið. Þar er háttalag og orðfæri keisarahjónanna upp á rétta og slétta bændavísu. En þegar lengra dregur fram í kaflann, hverfur þessi íslenzka sveita- mennska fyrir íburðarmikilli viðhöfn í riddarasagna stíl. Svipað má segja um 4. kafla. Lýsingin á Frans Jósef og Metter- nich er töluvert sveitamannaleg, og Gudda ráðskona Metternichs er alíslenzk, en það Hður ekki á löngu áður en sagan er orðin að hrcinni fornaldarsögu mcð haugbroti og hvers konar býsnum. 1 öðrum köflum sögunnar er nokkrum sinnum brugðið upp myndum úr íslenzku sveitalífi, eins og þegar talað er um hlaðbrekkuna fyrir framan Parísarborg, kýrin Djúnka dettur ofan í mógröf í Ardennerfjöllum og Gudda ráðskona er úti á túni að berja, þegar Hjörleifur ætlar að taka hana. En sveitabragurinn er hvergi drottnandi nema í upphafi 2. kafla, enda minnir hann mest á Gamanbréf Jónasar allra kafla Heljarslóðarorustu. Hann er einna hóg- værastur, þó að þar séu vitanlega margar tiktúrur, sem sverja sig í ætt Gröndals, en eru ólíkar Jónasi. Það er líka gaman að veita því athygli, að þarna notar Gröndal efnisatriði, sem hann hafði áður leikið sér að. Á öðru Hafnarári sínu 1848 samdi hann leikrit, sem heitir Föðnrland og móðurland. Hefst 3. þátt- ur þess á Olympstindi, þar sem Seifur og Hera liggja í hvílu sinni og talast við. Minnir þetta mjög á morgunstund þeirra Napoleons og Evgeníu. Ég gæti vel trúað, að Gröndal hafi skrifað 2. kafla Heljarslóðarorustu fyrst og þá haft Gamanbréfið í huga, en komizt von bráðar út úr anda þess og yfir í þann hástemmda fornaldar- og riddarasagna- stíl, sem er hinn sanni Heljarslóðarorustu- stíll. Gröndal hefur geysilegt vald yfir þess- um stíl. I æsku hefur hann heillazt af íburði og rómantík hinna gömlu sagna, enda segir hann í Dægradvöl: „Forn- aklarsögur lásum við hvað eftir annað,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.