Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 100

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 100
98 KRISTJÁN ELDJÁRN ANDVARI og fannst okkur eins og við kæmum inn i dýrlegar töfrahallir, þegar við fengum að Ijúka þeim upp“ (bls. 37). Heljar- slóðarorusta sannar þcssi orð Gröndals vel, aðeins cru ósköpin og ferlegheitin enn hrikalegri en í fornaldarsögum og ævintýraglitið meira en í riddarasögun- um. Vafalaust væri hægt að sýna úr hvaða sögum mörg einstök atriði eru. Þannig minnir upphaf Heljarslóðarorustu á Heimskringlu, staðaupptalningin mikla í 1. kafla á samskonar upptalningar í Hauksbók og víðar, líklega einna mest á Leiðarvísi fyrir pílagríma eftir Nikulás Bergsson. I Heljarslóðarorustu stendur t. d.: „Þar er Bretagne, þar var Göngu- Hrólfur, þar eru konur fagrar", cn í Leiðarvísi stendur: „Þá er Langasyn, góð borg, þar er biskupsstóll að Maríu- kirkju, þar eru konur vænstar." Stefán Einarsson prófessor, sem ritað hefur grein um Heljarslóðarorustu, telur, að flest efnisatriði hafi Gröndal úr Gaungu- Hrólfssögu. En í raun og veru er fánýtt að vera að eltast við eitt og eitt efnisatriði úr hvaða sögu það sé. Þess ber að minn- ast, að Gröndal hefur haft mjög lítið eða ekkert íslenzkra bóka við höndina, þegar hann skrifaði söguna, og notar orðatil- tæki og efnisatriði fornsagnanna alveg í belg og biðu, eftir því sem þau komu upp í minni hans. IV En þó að fornaldar- og riddarasögur séu grunntónninn i Heljarslóðarorustu er margt óskylt ofið inn í. Mjög víða skjóta upp kollinum nöfn og atriði úr klassískum fræðum, nöfn erlendra skálda, hóka og tímarita og útlenzkuleg orð og setningar vaða uppi. Þá eru nefndar íslenzkar bækur og blöð og ekki er sparað að notfæra sér alþekktar setn- ingar úr bókmenntum seinni alda, eins og þegar Blálandskeisari fer með „nú er ég glaður á góðri stund" eftir séra Hall- grím Pétursson. Ef vel væri leitað, er sennilegt, að í Heljarslóðarorustu mætti hafa veður af flestum þeim bók- mennta- og vísindagreinum, sem Grön- dal var kunnugur. En þar glyttir líka í ýmislegt, sem hann hefur lesið rétt um það leyti, sem hann skrifaði söguna, t. d. dagblaðafréttir og annan slíkan sparða- tíning. Þetta sést bezt í kaflanum um fyrirburði þá, sem urðu fyrir Heljarslóðar- orustu. Þar ægir saman fyrirburðum í fornum stíl, annálskenndum greinum og klausum eins og þessum: „Þá varð skóleður svo dýrt að allir menn í Parísar- borg urðu að ganga berfættir. Þá and- aðist Yeh hinn grimmi í Kalkútta og iðr- aðist þess mest, að hann hafði eigi látið drepa eða pína alla kristna mcnn. Þá andaðist Alexander Húmboldt í Belgíu, hann var aldrei við kvennmann kenndur, þá óðu Tartarar suður í Burma og brenndu og brældu", o. s. frv. Þetta er sennilega allt úr blöðum. En auk þess gætir áhrifa frá umhverfi því, sem Grön- dal var í í Louvain. Það er nokkurs konar spegilmynd af drykkjuskaparlífi stúdent- anna, allt brennivíns- og fylliríistalið í I Ieljarslóðarorustu. Fátt virðist Gröndal hafa verið tungutamara um þessar mundir, og er eftirtektarvert, að jafnan er talað um brennivínið með virðingu og vinsemd. Það er eitt bragð Gröndals í Heljar- slóðarorustu að nefna skyndilega þekkta samtímamenn til sögunnar inn í öllum ósköpunum. 1 fyrirburðakaflanum kemur t. d. allt í einu: „Þá hló kammerráð fyrir vestan svo hátt, að hvalir hlupu á land í Trékyllisvík'1. Þarna hefur Gröndal haft Kristján kammerráð Magnússon á Skarði í huga. Veit ég ekki hvernig á því stendur, en við suma þeirra manna, sem nefndir eru í sögunni, hefur Gröndal verið upp- sigað. Mörgum sinnum minnist liann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.