Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 109

Andvari - 01.04.1962, Page 109
TRYGGVI J. OLESON: Þjóðsögur á þjóðsögur ofan Ef við köllum þjóðsögu hverja þá sögu, sem í upphafi á sér enga stoð í veruleik- anum og verður því fráleitari, sem hún er oftar sögð, þá má með sanni nefna þjóðsögur margt af því, sem skrifað hcfir verið um ferðir norrænna manna til Vesturheims, landafundi þeirra og land nám þar. Flestir hafa heyrt getið um Kensingtonsteininn, rúnastein, sem átti að hafa fundizt nálægt Kensingtonþorpi í Minnesótaríki árið 1898. A steininn er letruð frásögn af leiðangri norskra og sænskra manna inn í miðja Norður- Ameríku árið 1362. Rúnafræðingar sýndu fram á það, að heita mátti jafnskjótt og steinninn fannst, að rúnir þessar gátu mcð engu móti verið frá fjórtándu öld, og sú hefur æ síðan verið niðurstaða allra sérfróðra manna um rúnir, er um stein- inn hafa fjallað. Árið 1958 leiddi próf- essor Eric Wahlgren óyggjandi rök að því í bók sinni Kensingtonsteinnimi, að áletr- unin var soðin saman og rist á steininn í Minnesóta á síðasta tug nítjándu aldar. Ekki ólík þessu er þjóðsagan um New- port-turninn, sívalan turn, hlaðinn úr grjóti og nokkuð hruninn að ofan, sem stendur í bænurn Newport í Rhode Island-ríki. Margir hafa haldið því fram, að þetta væri hringkirkja frá miðöldum, hyggð annaðhvort á tólftu öld af biskupi einum, er Eiríkur hét og ekki er vitað að hafi nokkurn tíma komið til meginlands Vesturálfu, eða þá á fjórtándu öld af leið- tingri þeim, er getið er hér að framan og þjóðságan tcngir við Kensingtonsteininn. Og þó er það margsannað, að turninn var reistur á seytjándu öld, á nýlendutím- um Norður-Ameríku. Ekki má gleyma hinum lífseigu þjóð- sögum um endalok Grænlandsnýlend- unnar á fimmtándu öld. Til að skýra aldauða íslenzkrar menningar á Græn- landi hafa mcnn til dæmis komið fram með þá ágizkun — því að það er ágizkun ein og ekkert annað — að Islcndingar á Grænlandi hafi allir verið drepnir af Eskimóum, einhverjum óherskáasta þjóð- flokki, sem um getur í víðri veröld. Ónnur þjóðsaga, enn fáránlegri, er byggð á leifum þeim, er fundust í fáein- um gröfum í grænlenzkum miðaldakirkju garði, sem grafinn var upp árið 1921. í nýlegri bók er fundinum þannig lýst: „Líkin, sem varðveitzt höfðu órotnuð í ísnum, voru tærð, sýkt og vansköpuð af áratuga langri kynblöndun. Mörg þeirra báru glögg merki um árásir af hendi Eskimóa." Nú er þess fyrst að geta, að engin hk fundust, heldur einungis bein. Ekkert fannst, sem beri vott um árásir Eskimóa. Það er að vísu satt, að beinin bera það með sér, að þetta fólk var sýkt og vanskapað. En það er fyrir löngu full- sannað, að í fyrsta lagi var hér um svo lítið sýnishorn að ræða, að af því verða engar öruggar ályktanir dregnar; að í öðru lagi voru grafirnar í þeim hluta kirkjugarðsins, sem ætlaður var hetlurum og öðrum úrhrökum þjóðfélagsins: og að : þriðja lagi eru þessar grafir ckki frá lokatímum nýlendunnar, heldur frá fvrri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.