Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.04.1962, Qupperneq 112

Andvari - 01.04.1962, Qupperneq 112
TRYGGVI J. OLESON ANDVARl 110 lendingasögum, þar sem getið er um Irland hið mikla eða Hvítramannaland, en þetta land á að hafa verið í Vesturheimi. En þeir, sem þessum rökum beita, virð- ast hafa gleymt því, að rnunkar þeir, er flýðu ísland í kringum 870, voru ein- lífismenn — eða svo verður að ætla. Það sem okkur er boðið að trúa er þá það, að þessir sömu munkar (sem er harla ósenni- legt), eða afkomendur þeirra (sem er enn ósennilegra), eða lærisveinar þessara munka, eða þá nýliðar heiman at írlandi hafi verið á stjái á Gaspeskaga og þar í grenndinni, hafi farið í skrúðgö.ngur og iðkað kaþólska trú, þegar norrænir menn fyrst fundu Ameríku í kringum árið 1000. Því er einnig haldið fram, að þeir hafi haft áhrif á Indíána og komið á hjá þeim krossdýrkun þeirri, sem landkönnuðir á sextándu öld urðu varir við í héruðun- um í kringum Quebec. Þess ber þó að geta, að íslenzkir fræðimenn eiga hágt með að trúa því, að til hafi verið írland hið mikla í Vesturheimi. Og allir, sem ritað hafa um þetta efni á síðari árum, hallast að þeirri skoðun, að írland hið mikla eða Idvítramannaland hafi verið eitthvert hérað á írlandi sjálfu. Annað gamalt vandamál, sem enn laðar hugi manna og endalaust er rætt og ritað um, er lega lands þess, sem nor- rænir menn nefndu Vínland. Á því leik- ur ekki vafi, að skönnnu eftir árið 1000 settu norrænir menn á stofn einhvers staðar í Vesturheimi nýlendu, er þeir nefndu Vínland. Flestum ber saman um að þessi nýlenda hafi verið einhvers staðar á austurströnd Norður-Ameríku, og þá einna helzt á svæðinu milli Boston og New York. En sumir hafa þó ætlað henni stað alla leið suður í Flórída, aðrir allt norður í Jamesflóa eða jafnvel við Hudsonflóa. Einn liður í röksemdafærslu þeirra, er telja Vínland hafa legið norðar- lega, er venjulega það, að um 1000 hafi loftslag verið mun mildara árið um kring en nú er, enda er oft vitnað í versnandi loftslag til skýringar á endalokum íslenzku nýlendnanna á Grænlandi. Ég er hrædd- ur um það, að hér sé enn ein þjóðsagan. Um legu Vínlands er það að segja, að vitnisburður Islendingasagna — en annað höfum við ekki á að byggja — er svo óljós og sjálfum sér ósamkvæmur, að hann hefir orðið tilefni til endalausra heila- brota. Árið 1947 nefnir John R. Swanton fjórtán héruð, þar sem menn höfðu ætlað Vínlandi stað, og er skrá hans þó ekki tæmandi. Nýlega hefir Helge Ingstad komið fram með þá hugmynd, að Vín- löndin hafi verið tvö, Vínland hið nyrðra, ef til vill á Nýfundnalandi, og Vínland hið syðra í Nýja Englandi. Það er vert að geta þess, að Ingstad er nýlagður upp í rannsóknarför til Vesturheimsstranda í leit að menjum um veru norrænna manna í þeirri heimsálfu.1) Það ætti nú að vera orðið lýðum ljóst, að lega Vínlands verður aldrei ákveðin nákvæmlega eftir hinum óljósa og ruglingslega vitnisburði íslend- ingasagna og að ekkert annað en fundur leifa af norrænni nýlendu getur sýnt hvar Vínland var. Engu að síður halda fræðimenn — og það ágætir fræðimenn, ekki einungis sérvitringar — áfram gagns- lausri leit sinni að þessu torfundna landi. Nýlegt dæmi þess er ritgerð eftir Corrado Gini, prófessor í sögu við Rómarháskóla. Með rarinsókn á sögunum kemst hann að þcirri niðurstöðu, að Vínland hafi verið í kringum Mikluvötn á landamær- 1) Nú hefur frétzt, að Ingstad hafi fundið rústir norrænna húsa á norðurskaga Nýfundna- lands og að hann telji Vínland fundið, og þarf maður þá ekki að furða sig á vonbrigðum Þór- halls veiðimanns, að ekkert vín var á Vínlandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.