Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 7
ANDVAHI
ANNA BORG
5
,,Út í heiminn" þýddi auðvitað fyrst og fremst — til Danmerkur, þar sem
Anna Borg hlaut menntun sína, þjálfaði sig í list sinni og rnætti örlögum sín-
um, viðfangsefnum og mikilli hamingju í einkalífinu.
En fyrst kom hún samt fram á íslandi, því það virðist hafa verið ákveðið
frá því fyrsta, að leikkona skyldi hún verða, þó að hún yrði afhuga leiklistinni
skamma hríð á unglingsárunum.
Það er athyglisvert, að hún var sviðsvön frá tveggja ára aldri og með í leik-
húsinu. Oft voru börn í þeim leikritum, sem áhugaleikarar léku með frú
Stefaníu, og fyrst og fremst voru þau valin úr barnahóp hennar. Anna Borg
man sjálf frá fimm ára aldri eftir ótta sínum við að sofna í raun og veru,
þegar hún var litla stúlkan, sem kastað er í fossinn i „Fjalla-Eyvindi". í atriðinu
áður en ósköpin gerast, liggur bamið sofandi á sviðinu, og þá valt á fyrir hana
að láta ekki hlekkinguna svæfa sig. Leikrit Jóhanns Sigurjónssonar gengur reynd-
ar eins og rauður þráður gegnum list Önnu Borg, frá barnshlutverkinu til frum-
raunar hennar í Konunglega leikhúsinu, unz hún loks 1955 kom fyrst fram sem
leikstjóri í Leikhúsi útvarpsins einmitt í þessum stóra og sterka, íslenzka
harmleik.
Fyrsta langferð Önnu Borg lá þó ekki til Kaupmannahafnar, heldur Kanada,
en móður hennar hafði verið boðið þangað til að leika sem gestur um nokkurt
skeið hjá íslendingum í Winnipeg. Þetta var skömmu eftir heimsstyrjöldina
fyrri, og þegar rnóðir Önnu gaf henni leyfi til að fara með, ef hún yrði dugleg
að læra hlutverkin sín, féllst hún strax á það, þótt hún skrifi, að hún hefði
einmitt um þetta leyti ákveðið að verða ekki leikkona. „Svo lengi, sem eg mundi,
hafði eg verið við leikhúsið, nú var nóg komið að mér fannst." Það varð aldrei
nóg. Leikhúsið er ekki aðeins draumaheimur, en líka ófreskja, sem gleypir börn-
in sín — vill helzt eta þau upp til agna, og aðeins sárfáir komast óskaddaðir
gegnum sigrum krýnt leikhúslíf. Anna Borg var þess rnegnug, eins og við mun-
um sjá, en hún var líka ein af þeim sterku og sjaldgæfu. Og lengi átti leikhúsið
h'f hennar allt.
Á íslandi kom hún fyrst fram í stóru hlutverki 1925, en áður hafði hún
verið með í mörgum þvðingarmiklum hlutverkum frá Maríu í „Heimilinu" til
Signu í „Veizlunni á Sólhaugum". Frú Stefanía var orðin formaður leikfélagsins
í Reykjavík, sem varð vísir að Þjóðleikhúsi Islands, er fékk sína nýju rnyndar-
legu hyggingu vorið 1950, en við vígslu þess auðnaðist Poul Reumert að af-
henda styttuna eftir Jens Locher af Önnu Borg í genú Valborgar í leikriti
Oehlenschlágers sem gjöf frá danska leikarasambandinu. — Hinn dugmikli
framkvæmdastjóri, frú Stefanía, bauð 1925 Adarn Poulsen sem gesti til íslands.
Hann lék þá prinsinn í „Einu sinni var" eftir Holger Drachmann og Lange-