Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 82
80
ERIK S0NDERIIOLM
ANDVARI
hans eru jxí svo þung á metum, að ástæða
er til að gera sér vonir um mörg verk frá
hans hendi á komandi árum, sem ryðji
honurn hraut til úrslitasigurs. Hans Lyng-
by Jepsen (1920) er nokkru yngri en Gerd-
es. Eftir hann liggja svipmikil ritverk,
og hann er einn af efnilegustu höfund-
um eftirstríðsáranna. Þegar eftir stríðið
vann hann sér sess með heilum hóp
skáldsagna, sem gæddar eru háum list-
rænum eigindum og lrábærum sálfræði-
legum lýsingum: „Den blinde vej“ (1946)
og „Röd jord" (1949), en stærsta sigur
sinn sem skáldsagnahöfundur vann hann
með hinni afbragðsgóðu lýsingu mann-
legs einmanaleika í „Vintervej'* (1955).
Þá sögu má með réttu telja eina merki-
legustu skáldsögu í Danmörku síðastliðin
tuttugu ár. Hann hefur einnig skrifað tvö
smásagnasöfn, og einkanlega í hinu síðara
þeirra, „Hábet" (1953), hefur hann sýnt,
að hann hefur svo gott vald á formi smá-
sögunnar, að hann stenzt á þessu sviði
samanburð við Martin A. Hansen og
Branner. í heild eru ritverk þessa höf-
undar svo sterk og meitluð og með svo
fastmótuðum svip, að þau eru yfirbragðs-
mest þess, sem nú er völ á.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að
ljóðaskáldskapurinn er í fylgd ineð æsk-
unni: ljóðskáldið springur oft út eins og
fíngert blóm, oft undursamlega fullkom-
ið, en prósaskáldið verður að feta miklu
hægfarnari þróunarferil, áður en hann
finnur sjálfan sig. Bókmenntir stríðsár-
anna og eftirstríðsáranna urðu fyrst og
fremst Ijóðaskáldskapur, og umtalsverð
byrjendaverk í lausu máli voru bókstaf-
lega ekki til. En það átti eftir að sýna sig
einum áratug síðar, að til voru samt sem
áður höfundar í stóru broti. Einn þeirra,
Aksel lieltoft (1922), lét þó þegar árið
1948 frá sér fara smásagnasafnið „Polakk-
en“, en úr því að ekki kom meira á cftir,
fyrntist yfir nafn hans í vitund alls al-
mennings. Því meiri varð undrun manna
að rekast á nafn hans árið 1958 í sam-
bandi við hina sterku skáldsögu „Chefen",
sem dró að sér athygli lesenda í einu vet-
fangi. 1 sögunni lýsir hann mjög sérstæðri
manngerð, „yfirmanninum", þ. e. a. s.
óhugnanlegum gervimanni, sem hugsar
einvcrðungu í tölum og útreikningum,
en gleymir mannlegri útsýn algjörlega.
SJíkum manni verður ástaþáttur lífsins að
einni saman kynþörf, sem hann hlýtur að
Jullnægja nokkurn veginn reglubundið
til þess að gcta unnið eðlilega. Lengi
heppnast honum að Jiafa vald yfir ungri
konu, sem gengst upp við djöfullegt ör-
yggi lians, en þegar hún kynnist ungurn
manni með allt aðra kvenlrugsjón og vita-
skuld með allt annað lífsviðhorf, sem
einnig tekur tillit til liins andlega í mann-
inum, svíkur hún yfirboðara sinn og vel-
ur garðyrkjumanninn unga. Ur þessum
þríhyrningi er liugtækur efnisþráður sög-
unnar unninn, en hin mannlegu úrlausn-
arefni, sem á bak við liggja, eru höfund-
inum að sjálfsögðu aðalatriði. I bókinni
er sundurgreind tiltekin manngerð, sem
ekki er óþekkt á vorum dögurn, og það á
sniJJdarlegan lrátt, og þar að auki er stíll
og bygging sögunnar hvort tveggja meist-
aralegt. Nákvæmlega sama á við urn sam-
tímamann Heltofts, Tage Skou-Hansen,
sem liingað til liefur aðeins sent frá sér
eina bók, nefnilega liernámsskáldsöguna
„De npgne træer" (1957). En í rauninni
er þetta ekki stríðssaga nema á yfirborð-
inu, því að fyrir höfundinum vakir allt
annað en lýsa þessunr þætti landssögunn-
ar í skemmtilegri skáldsögu. Það kemur
fljótt í ljós, að sagan er ástríðuþrungin
ástarsaga, en þessi skilgreining er ekki
heldur tæmandi. Því að þetta er saga um
tvær manneskjur, sem vægðarleysi tilver-
unnar kennir að þekkja sjálfar sig og lífið
og standa andspænis þeirri sáru raun að
verða að velja milli hamingjunnar og