Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 29

Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 29
ANDVARI ANNA BORG 27 á móti of stórt og bjart af persónuleika Önnu Borg. Að leikárinu liðnu tekur lirm þátt í gestaleik danska þjóðleikhússins í þjóðleikhúsi Noregs, þar sem hún er hyllt sem frú Geirþrúður í „Niels Ebbesen". Árin eftir stríðið velur Konunglega leikhúsið alveg ný viðfangsefni. Anna Borg fær að leika margvíslegustu hlutverk. f „Flugunum" eftir Jean-Paul Sartre dregur hún mynd Klytaimnestru skörpum dráttum, svo að grunur vaknar urn mikið dulið farg á persónunni bak við tiltölulega fáar setningar, þar sem hún stendur á sviðinu eins og fomt gyðjulíkneski. Næsta leikár leikur hún sjálfa gyðjuna — fagra, vitra og virðulega Afrodite með móðurlega hlýju, sem ljómar í leik hennar í vandasömu leikriti Kjeld Abells „Dagar á skýi“, þar sem atóm- sprengjan vai-par í fyrsta sinn sínu illa ljósi inn á danskt svið. En loks fær hún uppfyllta ósk, sem hún hefur lengi alið í brjósti, „að leika vonda konu“. Það er vorið 1947, átta mánuðum fyrr en hlutverkið í leikriti Abells, og hlutverkið er Regina Giddens í ameríska þorparaleikritinu „Litlu refunum" eftir Lillian Ilellmann. Ilún snýr sér að hlutverkinu með lífi og fjöri og fær meira að segja tækifæri til að leika það aftur seinna á íslandi sem gestur. Hins vegar gat jafnvel ekki móðurleg blíða hennar og fullkomin innlifun í Sigríði í „Nætur- frosti" bjargað þessu byrjendaverki tveggja ungra leikritahöfunda, Jörgens Grún- walds og Svends Bache. Verkið fór forgörðum vegna veikleika þess sjálfs. I klassísku hlutverkunum sýndi Anna Borg til fulls skaphita sinn, þegar hún hrópar upp sannleikann um svik Jagos í „Othello", og hófstillingu sína í styrk- leikanum tjáði hún fagurlega sem Inger Borgen, þegar „Orðið“ eftir Kaj Munk komst loks á Nýja svið Konunglega leikhússins í byrjun leikársins 1948—49. Hátíðahöldin miklu á tvö hundruð ára afmælinu 1948 tefla frarn öllu starfsliði leikhússins, þegar sýnd voru 19 leikverk frá afmælisdegi Holbergs þann 3. til afmælisdags leikhússins þann 18. desember, sem náðu frá upphafi danskra gamanleikja og til nýjasta danska leikritsins. Poul Reumert lék í þessari sýningasamfellu sjö aðalhlutverk, Anna Borg fjögur. Við Emilíu Shakespeares, Guðrúnu Oehlenschlágers og Inger Munks bætti hún sjálft aðalhátíðarkvöldið sínu hlíðasta brosi og glæstustu fegurð sem veitingakonan hjarta í hátíðarleikriti Kjeld Abells „Lóð nr. 267 Austurhverfi". Næstu leikár höfðu hins vegar ekki mikið að bjóða henni. í staðinn tók leiklistardeild útvarpsins nú að notfæra sér hæfileika hennar í auknurn mæli. Þó sýndi hún sterka skapgerð sína á sviðinu í „Föðurnum" eftir Strindherg, sem mistókst þó í furðulegri og óskiljanlegri svið- setningu Sam Besekows. í „Ardéle eða Margueriten" eftir Jean Anouilh lék hún greifafrúna í upphafi leikárs 1950—51 með kuldalegum virðuleika. Þar sem leikárið virtist ekki ætla að færa henni fleiri viðfangsefni, ákvað hún að koma í framkvæmd meiri háttar gestaleik í ættlandi sínu. í byrjun febrúar 1951
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.