Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 131
ANDVARI
LEIKRIT GUÐMUNDAR KAMBAN
129
frá sviðrænu sjónarmiði. Vandamálin eru
ekki aðalatriðið, heldur hlutverkið, and-
rúmsloftið og atburðirnir. Vér kynnumst
hjónabandi, sem orðið er kvöl, víti, sem
magnar fram þenna lygaharmleik. Það
gneistar af lífi og spennu í dagstofu Mc
Intyre hjónanna, þar sem getur að líta
stóra og smáa blómvendi og gamla kín-
verska dragkistu. Það er drukkið kaffi og
líkjör eftir að fjölskyldan hefur verið í
óperunni. Hin fjöruga, töfrandi eigin-
kona Norma á afmæli. Strax, og það vek-
ur grunsemdir, ver hún mann sinn, hinn
snjalla hugvitsmann, sem hefur þó engar
tekjur, — vegna meÖfæddrar ófyrirsjálni
stela aðrir alltaf hugmyndum hans.
Það er beiskjublær á þessu atriði sem
og öllum kvenpersónum verksins. Sagt
er, að systirin Susan hafi aðeins verið 17
ára, þegar Kitton lávarður dró upp úr
vasa sínum nælu með sjaldgæfri perlu og
bauð lienni fyrir koss. Hún tók ekki á
móti gjöfinni. En háttalag hennar og til-
hurðir allir höfðu komið greifanum til
þess arna. Núna er „úlfliður hennar
spenntur digru armbandi úr hvítagulli,
settu stórum safírum innan í sporbaugum
tígulskyggðra demanta."
Norma:
Hvenær hefurðu fengið þetta?
Susan:
I dag. -— Líkar þér það?
Norma:
Það er heill fjársjóður.
Mrs. Dale
(fellur í aðdáun):
Nei, Susan, þetta kalla ég gersimi.
Norma:
Hver gaf þér það?
Susan:
Það spyr maður ekki um. Af liverju
hrosirðu?
Norma:
Það var rétt komiÖ fram á varir mínar
að þú fengir gjafir þínar án mikils til-
kostnaðar. Ég brosti af því mér skjátlaðist.
Þetta litla atvik er gott dæmi urn svið-
ræna rittækni, leikhúskjarnann, sem ein-
kennir allt verkið. Það er hvikull blær
yfir sviðinu, dálítið óþægilegur, allt er
háð augnagotum, fínum, hættulegum
skírskotunum, duldum hugsunum og af-
afbrýðisemi.
Vinnubrögð höfundar eru hér öll
önnur en í fyrri verkum, það er meiri
skemmtan að hverju atriði á sviðinu held-
ur en áður var:
Norma:
Heldurðu að Susan hugsi nokkuð um
að giftast?
Ernest:
Veit það ekki.
Norma:
Heldurðu að þaÖ sé nokkuð á milli
hennar og Mr. VVallace?
Ernest:
A milli þeirra?
Norma:
Ég meina, nokkuð verulega náið.
Ernest:
Það er víst svo mikið á milli þeirra, að
það er stundum alls ekki neitt á milli
þeirra,