Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 68
66
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
Flensborg-Tönder. Danska stjórnin
reynir hér senr sagt að fá þau landa-
mæri, sem fulltrúar Prússa og Austur-
ríkismanna böfðu boðið á Lundúna-
ráðstefnunni í júní, en Danir höfðu þá
hafnað.
Andreas Frederik Krieger (1817—
1893) hefur maður heitið. Hann var
prófessor í lögum við Hafnarháskóla
og einn af fremstu stjórnmálamönnum
Þjóðfrelsisflokksins danska um áratuga-
skeið. Enginn var ákafari Egðusinni en
hann og hann átti mikinn þátt í
samþykkt nóvemberstjórnarskrárinnar.
Hann var einn af samningamönnum
Dana á Lundúnaráðstefnunni, dóms-
málaráðherra var hann 1870—1872 og
er höfundur Stöðulaganna. Fáir menn
voru kunnugri dönskum stjórnmálum
en hann, ekki sízt því, er gerðist að
tjaldabaki. Hann hélt dagbækur frá
1848 til dauðadags, en brenndi þær sem
hann skrifaði eftir 1880, hitt gaf hann
ríkisskjalaverði Dana, A. D. Jörgen-
sen sagnfræðingi, til varðveizlu. Dag-
bækur þessar hafa verið gefnar út í 8
bindurn og þykja ein merkasta heimild
sem til er um danska stjórnmálasögu
á 19. öld. Þær hafa einnig töluvert
heimildagildi um sögu íslands á þessu
árahili. Llinn 28. ágúst 1864 skrifar
Krieger í dagbók sína eftirfarandi orð:
„Monrad hefur fengið Bluhme til að
bjóða vesturindísku eyjarnar, jafnvel
ísland, í staðinn fyrir Norðurslesvík,
en ekkert stoðar." (A. F. Kriegers Dag-
höger, III. bindi, bls. 203).
Þriðja bindi dagbókanna kom út ár-
ið 1921 og hefur því sú staðreynd, að
danska stjórnin hafi árið 1864 látið sér
detta í hug að afhenda Island í skiptum
fyrir Norðurslesvík, verið kunn dönsk-
um sagnfræðingum um nokkurra ára-
tuga skeið. (Sbr. Schultz: Danmarks
Historie IV, hls. 830). En ekki hafa
ferkari heimildir verið birtar unr þetta
mál fyrr en danski sagnfræðingurinn
Erik Möller skrifaði hið mikla rit sitt
Helstatens Fald, I—II, 1958, þar sem
hann segir frá þessu og vitnar í heimild
í skjalasafni utanríkisráðuneytisins.
Mér hefur um margra ára skeið ver-
ið kunnugt um þetta mál úr dagbókum
Kriegers, en mig grunaði, að frekari
heimildir um það væri að finna í gerða-
bók Leyndarríkisráðsins danska. En sá
hængur er á, að gerðabækur Leyndar-
ríkisráðsins eru frá ársbyrjun 1863 lok-
aðar öllum til rannsókna. Haustið 1958
fór ég þess á leit við Ríkisskjalasafnið
danska, að eg fengi að líta í fundar-
gerðirnar frá ágústmánuði 1864, en
fékk synjun. Eg reyndi á nýjan leik nú
í sumar, og þá sýndi stjórn Ríkisskjala-
safnsins mér þá velvild að mæla með
því við forsætisráðuneytið danska, að
eg fengi að athuga þessa heimild. Leyf-
ið fékkst og Ríkisskjalasafnið bauð mér
auk þess að láta taka ljósmynd af þeim
hluta fundargerðarinnar, sem fjallar
um Island. Þess rná geta hér um leið,
að Aage Friis, prófessor í sögu við
Hafnarháskóla, gaf út árið 1936: Stats-
raadets Forhandlinger om Danmarks
Lldenrigspolitik 1863—1879. I þeirri
útgáfu er sleppt (illum ummælum ráð-
lierra og konungs á ríkisráðsfundinum
!8. ágúst 1864 um ísland.
Hér verða birtar heimildirnar um
þetta mál, prentaðar stafrétt eftir frum-
textanunr danska, en réttara þótti að
snara þeim einnig á íslenzku.