Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 58

Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 58
56 EJAR\I BENEDIKTSSON ANDVART honum fram í eldhús og ylar mjólkursopa á pelann. Síðan leggur hún drenginn í vögguna og stingur túttunni upp í hann. Drengurinn lætur það gott heita. Gráti hans léttir von hráðar. Hún sest hjá vöggunni og horfir á barnið sjúga. Hún heitir Klara. Hún er tuttugu og níu ára gömul, en sonur hennar sex mánaða. Það er í október, og haustdauðinn yfir jörðinni. Vindarnir blása feigð yfir landið, og skýin fella frjólaust regn í svala mold . . . nýsnævi á fjarlægum eggjum yfir svörtu bergi. Eigi að síður svíar hug móðurinnar við rósemd barns- ins. Blessaður stúfurinn hennar mömmu, mælir hún við sjálfa sig: hvað þetta er skrítin tilviljun — og dásamleg. Ef pabhi hefði ekki kynnst mömmu eða mamma snúið upp á sig við pabba, hvernig hefði þá farið fyrir þér? Svona munar þetta allt saman mjóu hér í veröldinni, hugsar hún. En nú verður þú líka að vera hjá mömmu, fyrst þú ert kominn, og ekki fara frá henni . . . Idún hugsar ekki setninguna til enda — framhaldið er svo sárt. Því hún giftist fyrir fimm árum og hefur eignast tvö börn á undan þessum dreng. Það var hann Gústaf og hún fda. Þau tóku aldrei á heilum sér, þó hún sæi lífs- hrosið jafnvel í sárum gráti þeirra. Þau eru bæði dáin, litlu systkinin. Af þeim lifir ekkert framar, nema sársaukinn í hug móðurinnar — ógróið sár á djúpum stað. Og þannig hefur þessi drengur einnig verið veikur langan tíma skammrar ævi sinnar. Hún er haldin sífelldum geig, að hann verði tekinn frá henni. Hún biður til guðs, að hann taki frá sér þann bikar . . . ekki eins og þú vilt, heldur eins og ég vil. En hún undirstrikar það sérstaklega við föðurinn, að líf drengs- ins verði farsælt, eins og hún sé haldin óljósum beyg við hlutskipti hans og daga hans: það er svo hörð á honum brúnin; og grátur hans — það er ekki elskulegur barnsgrátur, heldur lífskvölin, hin illa kvöl, samansöfnuð frá kyni til kyns og opinberuð hér í vöggunni. Þessi nafnlausi heygur aleflir ást hennar á baminu. Drengurinn spennir greipar um pelann og sýgur hóglega. — Elvað allt er mikil tilviljun hér í veröldinni, segir móðirin við sjálfa sig hjá vöggunni. Litli kúturinn minn, hugsar hún, hvað það munaði mjóu með þig . . . Og hugur liennar hverfur til haka um liðin ár. Hún var at fátæku bergi brotin og átti fárra kosta völ í æsku. Innan við tvítugt réðst hún i vist til Elíasar frænda síns í kaupstaðnum. Þau voru systkina- börn, þó hann væri tuttugu og þremur árum eldri en hún. Konan hans hét Anna og var fjórtán árum eldri en hann. Þau áttu ekki barn. Hún var orðin heilsulaus. Þessvegna réðst hún til þeirra ung stúlka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.